Nú er langur biðlisti á námskeið í þjóðbúningasaumi hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Hvað veldur? Kristín Breiðfjörð er formaður og framkvæmdastjóri félagsins og við hringdum í hana.
Mikil umræða hefur verið í dag um kostnað við íþrótta- og tómstundastarf barna eftir frétt sjónvarpsins í gærkvöldi. Ýmis samtök hafa stutt við börn á þessum vettvangi, m.a. Minningarsjóður Ölla sem styrkir börn til íþróttaiðkunar, en hann var stofnaður í minningu körfuknattleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem lést ungur af slysförum og er markmið sjóðsins að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki þess kost sökum bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri sjóðsins sem nú hefur starfað í 12 ár og hún var á línunni.
Á morgun hefst Hinsegin kvikmyndahátíðin I.Q. Icelandic Queer Film Festival í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn hér á landi en frummarkmið hennar er að gefa hinsegin sögum sviðið. Sigríður Ásgeirsdóttir einn skipuleggjanda kom í Síðdegisútvarpið í dag.
Bókin Fjórar árstíðir sjálfsævisaga kom út á dögunum en þar rekur Reynir Finndal Grétarsson sögu sína. Reynir stofnaði og stjórnaði fyrirtækinu Lánstraust, sem síðar varð Creditinfo, en þar byggði hann frá grunni upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem stóð af sér risavaxnar sviptingar. Í dag hefur Reynir selt sinn hlut í fyrirtækinu og fæst við ýmislegt sem gefur honum næringu hvort sem það er að ferðast einn um heiminn, stunda jóga eða rækta fjölskyldu og vini. Bókin er í senn viðskiptasaga, saga af andlegum áskorunum og leitinni að hamingjunni í lífinu. Reynir heimsótti Síðdegisútvarpið í dag.
Ísland sendir 13 unga keppendur, í jafn mörgum greinum, á Evrópumót iðn- og verkgreina, Euroskills, sem fram fer í Herning í Danmörku í næstu viku. Með þeim fara þjálfarar og dómarar, auk sálfræðings og fleiri stuðningsaðila. Tveir keppenda komu til okkar þau Einar Örn Ásgeirsson rafeindavirki og Bryndís Sigurjónsdóttir hársnyrtir.
Fyrr í vikunni heimsótti Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst okkur hér í Síðdegisútvarpið og ræddi stöðu flóttafólks sem búsett er á Bifröst og hún vill meira að hafi gleymst. Stór hluti þess fólks er nú á framfæri sveitarfélagsins Borgarbyggðar og við ræddum þetta mál áfram við Guðveigu Eyglóardóttur forseta sveitastjórnar.
Lagalisti:
Friðrik Dór - Hlið við hlið.
Zach Bryan - Streets of London.
David Bowie - Heroes.
Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel - Til þín.
Mark Ronson og Raye - Suzanne.
Lenny Kravitz - It ain't over 'til it's over.
Bebe Stockwell - Minor Inconveniences.
Elvar - Miklu betri einn.
Hljómar - Ég elska alla.
Elín Hall - Wolf Boy.