Síðdegisútvarpið

Föstudagsútgáfan með Friðriki Ómari og Gunnu Dís

Síðdegisútvarpið á föstudögum er í eilítið annari útgáfu en þá tekur Friðrik Ómar um stjórnartaumana. Þau Gunna Dís stýra þætti dagsins.

Föstudagsgesturinn okkar var Hafliði Breiðfjörð. Hafliði stofnaði vefinn fotbolti.net fyrir margt löngu síðan en vefurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem fylgjast með knattspyrnu. Hafliði hefur selt vefinn og forvitnuðumst aðeins um þetta mikla ævintýri allt saman og spurðum hvað taki við hjá kappanum.

Ástin sveif yfir vötnum í Síðdegisútvarpinu í dag sem og aðra daga auðvitað. En einmitt mest lesna fréttin á mbl.is í dag er um nýtt par: Fréttir af nýjum pörum, fólki sem á von á barni eða fólki sem kaupir sér heimili virðast höfða afar vel til lesenda en oftar en ekki er það blaðamaðurinn og Smartlandssjórinn Marta María sem er höfundur þessara frétta. Við ræddum við Mörtu.

Gunnar Helgason rithöfundur, leikari, leikstjóri og gleðigjafi var á dögunum tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina ÞAÐ ER BANNAÐ DREPA við heyrðum í Gunnari frá Spáni.

Dreymir þig um finna ástina? Eða bara stuðla taka þátt í nýrri stefnumótamenningu á Íslandi? þá er heppnin með þér því Bíó Paradís er byrja með hraðstefnumót. Ása Baldursdóttir og Þórunn Antonía komu til okkar og sögðu okkur frá.

Þjóðarsálin var á sínum stað en í henni gefst hlustendum færi á hringja í beina og tjá sig um allt og ekkert.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,