Síðdegisútvarpið

Díegó, þingmannaspá, krimmar í tonnavís og landsleikur í körfu

er örstutt til kosninga og við fengum til okkar Andrés Jónsson almannatengil. Við ræddum lokametrana í kosningabaráttunni og fórum yfir nýja þingmannaspá Bakherbergisins.

Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifaði grein sem birtist á Vísi í dag undir yfirskrftinni: Hvað viltu bíði þín heima ? Þar fjallar hún um mikilvægi þess þeir sem búa erlendis nýti kosningarétt sinn og er hún sérstaklega beina skrifum sínum til námsmanna ytra því þeir eins og aðrir þurfi hafa skoðun á því hvað bíði þeirra þegar heim er komið. Við heyrðum í Þórdísi Dröfn í þættinum.

Kiðjabergsvöllur var útnefndur „Besti golfvöllur Íslands árið 2024“ af World Golf Awards en þetta er í í ellefta skipti sem þessi hátíð er haldin en hún er hluti af World Travel Awards™ sem var stofnað árið 1993 til verðlauna framúrskarandi árangur í öllum lykilgreinum ferða- og ferðaþjónustunnar. Við heyrðum í formanni klúbbsins Guðmundi Ásgeirssyni.

Og svo hituðum við upp fyrir landsleikinn í körfubolta sem fer fram í kvöld þegar Ísland mætir Ítalíu úti á Ítalíu. Matthías Orri Sigurðarson körfuboltasérfræðingur RÚV var á línunni.

Í nýrri úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram þrír spennusagnahöfundar hafi selt ríflega 30 milljónir bóka samtals. Þetta eru þau Arnaldur Indriðason Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir. Þegar Morg­un­blaðið tók sam­an sölu þeirra þriggja árið 2019 höfðu þau ný­verið rofið 20 millj­óna ein­taka múr­inn og hafa því selt rúm­lega tíu millj­ón­ir ein­taka síðustu fimm árin. En hvað skýrir þessa velgengni við fáum Pétur Ólafsson útgefanda hjá Bjarti Veröld til rýna í það með okkur.

Eygló Guðlaugsdóttir frá Dýrfinnu ræddi svo við okkur um köttinn Díegó sem tekinn var úr Skeifunni í gær.

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

25. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,