Síðdegisútvarpið

Eineltismál,Besta deildin,Batahús og snjókoman í kortunum

Við byrjuðum á Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins en þar á eru menn undirbúa snjómokstur vegna ofankomunnar sem er spáð á höfuðborgarsvæðinu.

Eggert Valur Guðmundsson oddviti Rangárþings ytra vill gripið verði til aðgerða til stemma stigu við alfriðaðri álft því hún valdi miklum skaða meðal annars á kornökrum. Við heyrðum í Eggerti Val.

Ein mest lesna fréttin á rúv.is í dag snýr Ríkisendurskoðun en Ríkisendurskoðandi er sagður rauði þráðurinn í eineltismálum sem hafa komið upp innan stofnunarinnar sem hann stýrir. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir fréttamaður skrifar fréttina og hún kom til okkar og sagði okkur frá því um hvað málið snýst.

Bestu deild karla lauk í gær, Víkingar stóðu upp sem sigurvegarar á meðan Vestri og Afturelding féllu og spila í fyrstu deildinni næsta sumar. En hvað stóð upp úr? Guðmundur Benidiktsson var á línunni.

Batahús var opnað í janúar 2021 en Batahús er úrræði sem veitir húsnæði og jafningjastuðning með einstaklingsmiðaðri, þverfaglegri og áfallamiðaðri nálgun fyrir fólk sem hefur nýlokið afplánun. Inga Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk í vikunni kynningu á nýrri skýrslu um starfsemi Batahúss en skýrslan sýnir Batahús skilar margföldum samfélagslegum ávinningi. Tolli Morthens og Agnar Bragason forstöðumaður Batahússins komu til okkar, ræddu starfsemi Batahúss og sögðu frá helstu niðurstöðum skýrslunnar.

Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur sagði okkur það allra nýjasta sem tengist óveðursútlitinu

Hrekkjavakan er framundan og þar er oft stutt i hryllinginn. Hvað með hræðilegu tónlistina? Hvað með hressu og skemmtilegu stuðlögin með hræðilegum textum? Við kíktum aðeins á nokkur dæmi.

Frumflutt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,