Síðdegisútvarpið

Vala Flosadóttir,Ryder bikarinn,Klara Elias,Ólafur Darri og Samúel Bjarki leikstjóri

Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympiuleikunum í Sydney á þessum degi árið 2000 í stangarstökki þegar hún stökk 4,50. Við heyrðum í Völu í tilefni dagsins.

hefur verið tekin ákvörðun um Austurstræti verði göngugötu frá og með deginum í dag - Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri kom til okkar.

Þeir sem fylgjast með golfi eru algjörlega missa sig úr spennu því um helgina fer fram Ryder bikarinn í golfi í New York USA. Þar keppa bestu kylfingar Bandraríkjanna á móti bestu kylfingum Evrópu, Við fengum til okkar tvo golfara sem halda úti hlaðvarpinu Seinni níu þeir heita Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson.

Nýir íslenskir þættir Reykjavík Fusion hefja göngu sína í kvöld í Sjónvarpi Símans. Með aðalhlutverkin í þessari spennuþáttaröð fara þau Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir en þáttunum er leikstýrt af þeim Samúel Bjarka Péturssyni og Gunnari Páli Ólafssyni. Ólafur Darri og Samúel Bjarki kíktu til okkar í kaffibolla.

Klara Elias, Hákon Guðni Hjartarson og Halldór Gunnar mættu og fluttu fyrir okkur lagið Vegbúi sem KK gerði ódauðlegt á sínum tíma. Tilefnið er í dag kemur út nýtt lag með þríeykinu, lagið þig seinna og við frumfluttum lagið í þættinum.

Kristín Hermansdóttir veðurfræðingur fór yfir veðrið með okkur en það er leiðindaveður í kortunum næsta sólarhringinn.

Frumflutt

25. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,