Síðdegisútvarpið

Staðan á leigubílamarkaði, Valdimar Guðmundsson, og ljóðabók um golf

Vöruvaktin er samstarfsverkefni níu eftirlitsstjórnvalda sem vinna saman því veita skýrar og aðgengilegar upplýsingar um hættulegar og gallaðar vörur, auk fræðslu um vöruöryggi. Einnig getur almenningur sent inn ábendingu í gegnum síðuna en mikilvægt er almenningur vel upplýstur um þennan vettvang til eftirlitið öflugra. Herdís Björk Brynjarsdóttir er teymisstjóri í Markaðseftirliti hjá HMS - húsnæðis og mannvirkjastofnun hún komí Síðdegisútvarpið.

Á morgun verður verðlaunaafhending Framúrskarandi ungra Íslendinga veitt í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal. Halla Tómasdóttir forseti veitir verðlaunin. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið veitt óslitið síðan árið 2002. Katrín Ásta Sigurjónsdóttir og Margrét Helga Gunnarsdóttir eru meðal skipuleggjenda, þær komu í Síðdegisútvarpið.

Valdimar Guðmundsson hefur lengi verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, hann kemur á eftir ásamt meðlimum úr hljómsveitinni Valdimar og ætla þeir spiluðu fyrir okkur jólalag í beinni.

Við fjölluðum um ljóðabókina "Upphafshögg - en þar er finna ljóð um listina spila golf. Höfundurinn heitir Eyrún Ingadóttir og hún kom í Síðdegisútvarpið.

Ýr Þrastardóttir kom fyrir um það bil mánuði síðan og sagði okkur fyrirhuguðu ferðalagi með Brandi Bryndísarsyni Karlssyni listmálara til Nepal. Brandur er í hjólastól og var löngu vitað ferðin yrði erfið þar sem aðgengi fyrir hjólastóla í Nepal er ekkert. Brandur hefur vakið athygli fyrir magnaðar myndir sem hann málar með munninum og það er eitt af markmiðum ferðarinnar, mála nýjar myndir. Við slóum á þráðinn til þeirra, hinumegin á hnöttinn.

Í gær ræddum við við Daníel O. Einarsson formann Frama um ófremdarástand á leigubílamarkaði en ábending þess efnis hafði borist frá hlustanda. Þar kom í ljós jafnvel ómerktir bílar kepptust við farþegum af leigugbílstjórum með full réttindi. En hver er hin raunverulega staða á þessum markaði og hvernig er eftirliti háttað ? Þórhildur Elín Elínardóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu hún svaraði því.

Frumflutt

3. des. 2024

Aðgengilegt til

3. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,