Mikill viðbúnaður er í Póllandi eftir að 19 rússneskir drónar voru skotnir þar niður í nótt. Pólverjar segja Rússa hafa skotið drónum viljandi yfir landið – Rússar þræta fyrir það en vilja ræða málin Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi var á línunni í þættinum.
Á dögunum felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi ákvörðun sveitarstjórans í Mýrdalshreppi, um að láta aflífa hunda Elvars Þórs Helgasonar, íbúa í hreppnum. Talið var að hundarnir hefðu ráðist á lamb og drepið en nú hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að sveitarstjórinn hafi ekki gætt að rannsóknarskyldu, meðalhófsreglu né andmælarétti. Faðir Elvars Helgi Hafsteinssson kemur til okkar í dag ásamt Freyju Kjartansdóttur formaður félags ábyrgra hundaeigenda en þau hafa verið að reyna að finna út úr reglugerðum hvað svona mál varðar svo virðist sem reglur séu mjög mismunandi milli sveitarfélaga og mjög flókið virðist vera að finna undir hvaða ráðuneyti þetta heyrir.
Stafræna ökuskírteinið er nú hætt í símaveskjum. Og er það aðeins aðgengilegt í gegnum Ísland.is appið. Hvað þýðir þetta og hvernig á fólk að snúa sér í þessu. Vigdís Jóhannsdóttir markaðs- og samskiptasstjóri Stafræns Íslands og Sigurbjörn Óskarsson vörustjóri Ísland.is og Ísland.is appsins komu til okkar.
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís og Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri bíósins mæta til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir en við ætlum að kynna okkur aðeins það sem verður á boðstólnum hjá þeim á Hverfisgötunni í vetur.
Lýðskólinn á Flateyri - Í heimsókn okkar vestur á firði heimsóttum við Lýðskólann á Flateyri sem var settur um síðustu helgi. Hrafnhildur tyllti sér niður með kennslustjóra Lýðskólans Sigurról Elddís Huldudóttur og ræddi skólann og lífið í bænum.
Vagninn á Flateyri – Eftir að hafa snætt dýrindis hádegisverð í Vagninum á Flateyri settist Hrafnhildur niður með þeim sem þar öllu ráða þeim Úlfari og Jose.
Helen Hafgnýr Cova er frá Venezuela en hefur búið á Vestjörðum um nokkra hríð og býr nú á Flateyri. Hún býr í gula húsinu á móti sundlauginni í bænum en þar starfar hún einnig en Helen starfar einnig sem rithöfundur og bókaútgefandi og elskar að spila.