113 ára gömul kirkja í nyrstu borg Svíþjóðar verður flutt fimm kílómetra á nýjan stað. Ferðin tekur tvo daga og var fleiri ár í undirbúningi. Oddur Þórðarson fréttamaður sagði okkur frá þessu þrekvirki.
Jarðskjálftinn sem fannst á suðvesturhorni landsins í gær og átti upptök sín suð-suðaustur af Helgafelli í Hafnarfirði var sá stærsti á svæðinu í sjö ár. Skjálftinn mældist 3,8 að stærð. Á morgun mun almannavarnanefnd Vesturlands halda opinn íbúafund á miðvikudag til að ræða yfirstandandi skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu en töluverð jarðskjálftavirkni hefur mælst þar í ár og jarðvísindamenn fylgjast vel með. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði var á línunni hjá okkur.
Kristján Gíslason hringfari er á ferðalagi um N- Ameríku þessa dagana ásamt Ásdísi eiginkonu sinni en Kristján lagði af stað fyrir tæpu ári síðan fá München til Shanghai á mótorhjóli - Silkileiðina svokölluðu um 15.700 km í gegnum Stan-löndin og Kína. Ferðin hefur verið ævintýri út í gegn eins og öll ævintýrin hans og við slógum á þráðinn til Kristjáns og heyrðum aðeins af hápunktum ferðarinnar og hvenær hann áætlar að ljúka þessari mögnuðu ferð.
Sálfræðiráðgjöf háskólanema við Sálfræðideild Háskóla Íslands leitar að um 20 einstaklingum með köngulóafælni og 20 einstaklingum með félagsfælni til að hefja meðferð sem fyrst. Þjónustan er í boði fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og börn þeirra. Þórður Örn Arnarson forstöðumaður sálfræðiráðgjafar háskólanema sagði okkur allt um þessa meðferð.
Stefna borgarinnar um að leggjast gegn bílakjöllurum í nýjum fjölbýlishúsum á þéttingarreitum er þvert á vilja meirihluta borgarbúa, að mati Þorvalds Gissurarsonar forstjóra ÞG verk. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðinu í dag þá stefnu að byggja bílastæðahús miðsvæðis í íbúðahverfum vera óskiljanlega, og með ólíkindum að byggingaraðilum sé meinað að byggja bílastæði neðanjarðar og uppfylla þannig óskir og þarfir íbúðakaupenda. Við ræddum þessi mál við Þorvald.
Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga fjalla- og gönguhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir halda utan um hóp sem heitir FÍ - Byrjum saman og er sérstaklega sniðinn að byrjendum og tilraun til þess að draga úr keppnisvæðingu í útivist. Páll var á línunni hjá okkur í lok þáttar.