Síðdegisútvarpið

Lygasögur leiðsögumanna, hinsegin vottun, rófuskortur og hnúðlax

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína norður um helgina á hátíðina Eina með öllu á Akureyri. Hún heppnaðist með besta móti, og við heyrðum í kampakátum Davíð Rúnari Gunnarssyni viðburðarstjóra.

Það var sagt frá því í Morgunblaðinu fyrir helgi eitthvað hefði borið á rófuskorti í verslunum en von væri á nýrri uppskeru innan tíðar. Gunnlaugur Karlsson forstjóri Sölufélags Garðyrkumanna kom til okkar og sagði frá íslensku grænmeti , hvernig gengur í framleiðslunni og uppskerunni sem væntanleg er.

Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1 skrifaði langa færslu á FB á dögunum um það hvernig hún ítrekað hefur lent í því hlusta á leiðsögumenn í Reykjavík skreyta frásagnir sínar og hreinlega fara með rangt mál. Í þetta skipti fylltist mælirinn hjá Unu Margréti þegar leiðsögumaðurinn var með sína útgáfu af því hvernig islendingar öðluðust sjálfstæði sitt og ákvað grípa til þess ráðs leiðrétta leiðsögumanninn fyrir framan hóp ferðamanna. Færslan hefur vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum Una kom til okkar ræða þetta

Íslandshótel hafa hlotið Hinsegin vottun Samtakanna '78m fyrst ferðaþjónustufélaga á Íslandi. Markmið vottunarinnar er styðja fyrirtæki og stofnanir í skapa öruggt og mannúðlegt umhverfi fyrir hinsegin fólk, bæði starfsfólk og viðskiptavini. Um tvö ár tók klára vottunarferlið og því fylgdu ýmsar áskoranir, en við ræddum það við þau Ernu Dís Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela og Jóhannes Þór Skúlason sem situr í stjórn Samtakanna ´78.

Veiðisumarið stefnir í verða ansi kaflaskipt. Sumar ár eru gefa betri veiði en í fyrra á meðan aðrar eru eiga sitt versta ár. Við ræddum þetta, og hnúðlax sem veiðimenn eru mishrifnir af, við Eggert Skúlason blaðamann og umsjónamann Sporðakasta

Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Sviss. Okkar kona er stödd á mótinu engin önnur en Hulda Geirs og við heyrðum í henni.

Frumflutt

5. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,