Síðdegisútvarpið

Miðjarðarhafspakki,þróun gervigreindar,bæjarstjóri Bolungavíkur og risa lax

Þingsetningarathöfn hófst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hingað kom Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður.

Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni, Jóhanni Hlíðari Harðasyni og fengum frá honum svokallaðan Miðjarðarhafspakka.

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík ræddi við Hrafnhildi Halldórsdóttur þegar hún fór vestur á dögunum.

Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Sýn Sport hitaði upp fyrir landsleikinn með okkur en Ísland mætir frökkum í París klukkan 18:45 í kvöld.

Stefán Atli Rúnarsson viðskiptafræðingur og áhugmaður um gervigreind.

Svo er það gervigreindin, við ræddum þróunina í gervigreind, ChatGPT 5 og nýju gervigreindina frá Google við Stefán Atla Rúnarsson

Ragnheiður Thorsteinson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur landaði fyrr í dag 100 cm laxi úr Haukdalsá. Þetta er annar stórlaxinn sem hún veiðir á innan við viku. Við heyrðum í Ragnheiði.

Hrafnhildur tók Þorsteinn Másson framkvæmdastjóri Bláma tali.

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,