Síðdegisútvarpið

Útför Franz páfa, hammondhátíð og plokkmeistarinn Elín Birna

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir plokkari frá Eyrarbakka er einn af öflugustu plokkurum landsins. Elín leggur í hann þrisvar til fjórum sinnum í viku með poka á öxlinni sem hún fyllir jafn óðum. Við hringdum í þennan ofurplokkara í þættinum í dag.

Magni Ásgeirsson og Valmar Valjots skutust landleiðina til Reykjavíkur eftir hádegið í dag frá Akureyri og byrja helgina á því kíkja til okkar en þeir koma fram ásamt hljómsveitinni Killer Queen í Bæjarbíó í kvöld.

Hildur Hinriksdóttir hönnuður og handverkskona er búsett í Róm og hefur verið það sl. 14 ár og enn lengur á Ítalíu. Það er margt um manninn í Róm í dag og síðustu daga en tugir þúsunda syrgjenda eru saman komnir við Péturskirkjuna í Vatíkaninu til votta páfa virðingu sína. Frans páfi lést í á annan í páskum, 88 ára aldri. Við hringdum til Rómar

Hammondhátíð á Djúpavogi - er í gangi Hammondhátíð á Djúpavogi en þar er markmiðið heiðra og kynna Hammondorgelið. Fjöldi tónlistarmanna mætir á svæðið, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til leika listir sínar og er Hammondorgelið rauði þráðurinn í gegnum alla dagskrána. Við hringjum austur og heyrum í Ólafi Björnssyni framkvæmdastjóra hátíðarinnar

Frumflutt

25. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,