Síðdegisútvarpið

Gervigreind,kraftlyftingar,brauðtertudagurinn og MEME vikunnar

Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu. Vísitalan, sem er þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, metur samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Í ljós kemur bakslag í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Við ræddum þessi mál við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformann heimsþings kvenleiðtoga í þættinum.

Hlaðvarpsdrottningarnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir mæta til okkar á eftir en þær halda úti podcastinu Komið gott þar sem þær fara yfir hið pólitíska svið á léttu nótunum. Við spurðum þær út í hlaðvarpið og hasarinn í aðdraganda kosninga á sjötta tímanum.

Í dag miðvikudaginn 13.nóvember er haldið upp á dag íslensku brauðtertunnar og þeirri dagsetningu verður án alls vafa haldið til haga hér eftir. Þetta er nefnilega, vel merkja, sama dagsetning og í Svíðþjóð þar sem haldið er upp á Smörgåstårtans dag. Brauðtertan hefur vitaskuld verið órjúfanlegur hluti okkar menningu um árabil, eiginlegur þjóðarréttur og fastagestur í öllum góðum veislum. Við í Síðdegisútvarpinu héldum sjálfssögðu upp á daginn og fengum til okkar Friðrik V sem veit allt um það hvernig á gera góða brauðtertu en hann er einn þeirra sem á uppskriftir í nýútkominni brauðtertubiblíu.

MEME vikunnar var á sínum stað þegar Atli Fannar Bjarkason mætti til okkar.

Vísindamenn við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og Vitvélastofnun Íslands hlutu tvenn verðlaun fyrir rannsóknir sínar á alhliða gervigreind (e. general machine intelligence) á alþjóðlegu vísindaráðstefnunni Artificial General Intelligence í Seattle í Bandaríkjunum á dögunum.  Dr. Kristinn R. Þórisson, prófessor við tölvunarfræðideild HR, fer fyrir rannsóknarhópnum en í grunninn ganga rannsóknir hópsins þannig út á kenna tölvum læra nýja hluti upp á eigin spýtur, sem er ákveðin bylting í gervigreind. Við forvitnuðumst um þetta.

Þessa dagana er haldið heimsmeistaramót í kraftlyftingum í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. 20 keppendur frá 5 löndum eru skráðir til leiks.

Föstudagurinn 15. nóvember verður special Olympics dagur samhliða mótinu en þá munu þrjár systur þær Hulda, María og Sigríður Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk keppa í kraftlyftingum. Og við settum okkur í samband við Huldu sem er á fullu æfa fyrir mótið.

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

13. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,