Síðdegisútvarpið

Eiríkur Bergmann sýnir á sér nýja hlið, kosningar í Bandaríkjunum og Nikki Púðason

Við rákum augun í nýja auglysingaherferð frá Embætti Landslæknis þar sem Nikki Púðason er í aðalhlutverki. Átakið beinist gegn notkun á munntóbaki sem hefur náð mikilli útbreiðslu hér á landi. Við heyrðum í Viðari Jenssyni sem starfar í tóbaksvörnum hjá Embætti Landlæknis.

„Mein Lokal, Dein Lokal“ er afar vinsæll matreiðsluþáttur með yfir 1 milljón áhorf í Þýskalandi, en hann er einnig sýndur í Austurríki og Sviss. Veitingastaðurinn Nordlicht er kominn í úrslit í þýsku matreiðsluþáttunum „Mein Lokal, Dein Lokal“. Í þáttunum keppa 5 veitingastaðir þar sem borðsalurinn, eldhúsbúnaðurinn ofl. er dæmt. Axel Örlygsson er maðurinn á bak við Nordlicht við heyrðum í honum í þættinum.

Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor kemur til okkar á eftir og aldrei þessu vant verður pólitíkin ekki í aðalhlutverki í spjalli okkar við hann. Í síðustu viku kom nefnilega út bókin Óvæntur ferðafélagi, minningabók eftir Eirík. Á Covid tímanum birtist Eiríki skyndilega alvarlegur kvilli, severe tinnitus disorder, Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór halda dagbók um ástandið og er bókin sem er komin út ferðasaga í mörgum skilningi. Eiríkur kom í þáttinn

Árnar þagna er heimildarmynd eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndargerðarmann. Myndin verður frumsýnd á Akureyri á miðvikudaginn. Í myndinni ræðir Óskar Páll við íbúa í Noregi í byrjun sumars þega þegar ljóst var loka þyrfti nokkrum bestu laxveiðiám Noregs. Í framhaldi af því ræddi Óskar einnig við fólk sem alist hefur upp við árbakkann hér heima Íslandi um hvaða áhrif það hefði á þeirra líf ef þessi staða kæmi upp hér. Óskar Páll kom til okkar á eftir.

Bandríkjamenn ganga kjörborðinu á morgun og velja sér forseta. RÚV mun sjálfssögðu gera kosningunum góð skil og Björn Malmquist er í Pennsylvaniu og við heyrðum í honum

Frumflutt

4. nóv. 2024

Aðgengilegt til

4. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,