Aðalmeðferð Gufunesmálinu hélt áfram í héraðsdómi Suðurlands í dag. Hugrún Hannesdóttir Diego fréttamaður var í dómssal og fór yfir framvinduna með okkur.
Við heyrðum í Jóhanni Hlíðari Harðarsyni sem vanalega er með fréttir frá Spáni en nú bregður svo við að Jóhann er búinn að vera í vinnuferð á Grænlandi og er núna í Danmörku og við heyrum í honum þaðan. Meðal efna voru Vestnorræna ráðið , dönsku konungshjónin og réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra Sósíaldemókrata. Hann geymdi 6.000 myndir og 2.000 myndbönd af barnaklámi á tölvunni sinni, en segir það eiga sér eðlilegar skýringar.
Verkefnið List fyrir alla í grunnskólum landsins er að fara af stað en Málæði og Lestarkeppni er það sem hæst ber að þessu sinni. Elfa Lilja Gísladóttir er verkefnastjóri List fyrir alla og hún kom til okkar.
Magnús Geir Þjóðleikhússtjóri kom til okkar og sagði okkur frá nýju og spennandi leikári í Þjóðleikhúsinu sem fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir. Líkt og kom fram í fréttum var tilkynnt um það á þessum tímamótum að ný viðbygging myndi rísa við leikhúsið á næstu árum og við ræddum það líka við Magnús.
Fjárhús austan við Vík í Mýrdal skolaðist á haf út í morgun í miklum sjógangi, en mikið hvassviðri hefur verið á suðurlandi í dag. Óttast er að nærliggjandi hesthús fylgi kjölfarið þegar flæðir að í kvöld, og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir brýna þörf á auknum sjóvörnum, en til að mynda er þjóðvegur 1 steinsnar frá þessum húsum sem nú er ógnað af öldugangi.
Hópur manna er nú á leið þvert yfir Ísland frá Reykjanestá til Langanesstár á fjórhjólum. Þeir lögðu af stað klukkan sjö í gærmorgun og markmiðið að komast alla þessa leið á innan við tólf tímum, Við slógum á þráðinn til Guðbergs Reynissonar og heyrðum hvernig gengur.