Síðdegisútvarpið

Trump og Ísland, endursala Tesla, trans vinir og verðandi rektor HÍ

Við veltum fyrir okkur endursölu á Teslum en nokkuð hefur borið á því m.a í Evrópu fólk sniðgangi þessa bíla. Eins hafa skemmdir verið unnar á Teslum m.a. hér á landi. Við heyrðum í bílasalanum Hilmari Hólmgeirssyni og spurðum hann út í stöðuna á Teslu á Íslandi þegar kemur endursölu.

Fyrir tveimur dögum setti Baldur Þórhallsson fram hugleiðingu á FB þess efnis hvort nýir valdhafar í Washington muni krefjast þess Ísland snúi sér alfarið Bandaríkjunum og láti allar hugmyndir um nánari varnar- og efnahagssamvinnu og viðskipti við önnur Evrópuríki lönd og leið. Þetta hefur vakið mikla eftirtekt og við heyrðum í Baldri í þættinum.

Á föstudagskvöld kom í ljós hver yrði næsti rektor háskóla Íslands en Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðasamskiptum bar sigur úr býtum. Silja kom til okkar.

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingar á mannanafnalögum en breytingarnar miða því hægt verði taka upp ættarnöfn í frekari mæli og auk þess yrði veitt heimild til taka upp svokölluð eftirnöfn sem kenninöfn. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar er flutningsmaður frumvarpsins og við heyrðum í honum.

Grafíski hönnuðurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Þura Stína stendur fyrir sýningunni Drottningar í tengslum við Hönnunarmars í ár. Siggi Gunnars leit í heimsókn til hennar í sýningarrýmið á Milli í Ingólfsstræti, þar sem allt var bleikmálað í hólf í gól

Í dag er sýnileikadagur trans fólks - við tókum á móti gestum frá félögunum trans vinir og trans ísland í tilefni dagsins Birna Björg og Heidi Didriksen

Landslið Íslands í kjötiðn stendur í ströngu þessa dagana en í morgun hófst heimsmeistarmótið í faginu. Við heyrðum í Benedikt Hjarðar sem sæti á í liðinu en liðið hóf keppni í morgun.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fjölluðu um fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar og ræddu áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára á blaðamannafundi. Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður kom til okkar í upphafi þáttar.

Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórs höfðu umsjón með þættinum þessu sinni.

Frumflutt

31. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,