Við veltum fyrir okkur endursölu á Teslum – en nokkuð hefur borið á því m.a í Evrópu að fólk sniðgangi þessa bíla. Eins hafa skemmdir verið unnar á Teslum m.a. hér á landi. Við heyrðum í bílasalanum Hilmari Hólmgeirssyni og spurðum hann út í stöðuna á Teslu á Íslandi þegar kemur að endursölu.
Fyrir tveimur dögum setti Baldur Þórhallsson fram hugleiðingu á FB þess efnis hvort nýir valdhafar í Washington muni krefjast þess að Ísland snúi sér alfarið að Bandaríkjunum og láti allar hugmyndir um nánari varnar- og efnahagssamvinnu og viðskipti við önnur Evrópuríki lönd og leið. Þetta hefur vakið mikla eftirtekt og við heyrðum í Baldri í þættinum.
Á föstudagskvöld kom í ljós hver yrði næsti rektor háskóla Íslands en Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðasamskiptum bar sigur úr býtum. Silja kom til okkar.
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingar á mannanafnalögum en breytingarnar miða að því að hægt verði að taka upp ættarnöfn í frekari mæli og auk þess yrði veitt heimild til að taka upp svokölluð eftirnöfn sem kenninöfn. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar er flutningsmaður frumvarpsins og við heyrðum í honum.
Grafíski hönnuðurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Þura Stína stendur fyrir sýningunni Drottningar í tengslum við Hönnunarmars í ár. Siggi Gunnars leit í heimsókn til hennar í sýningarrýmið á Milli í Ingólfsstræti, þar sem allt var bleikmálað í hólf í gól
Í dag er sýnileikadagur trans fólks - við tókum á móti gestum frá félögunum trans vinir og trans ísland í tilefni dagsins Birna Björg og Heidi Didriksen
Landslið Íslands í kjötiðn stendur í ströngu þessa dagana en í morgun hófst heimsmeistarmótið í faginu. Við heyrðum í Benedikt Hjarðar sem sæti á í liðinu en liðið hóf keppni í morgun.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fjölluðu um fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar og ræddu áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára á blaðamannafundi. Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður kom til okkar í upphafi þáttar.
Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórs höfðu umsjón með þættinum að þessu sinni.