Síðdegisútvarpið

Innlend greiðslumiðlun,Hera í Ástralíu og sveitastjóri Mýradalshrepps um öryggi íbúa

Vopnahlé á Gaza er líklegra en nokkru sinni fyrr, sögn stjórnvalda í Katar. Viðræður hafa staðið í Doha, höfuðborg Katar, í morgun og meiri bjartsýni er ríkjandi en oft áður. Og hingað kom Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður en hún hefur fylgst með þessu máli.

HM í handbolta hefst í dag en fyrsta viðureignin fer fram núna klukkan 17 þegar Frakkar og Katarar takast á og verður leikurinn sýndur í beinni á RÚV. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafrétamaður kemur til okkar á eftir

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi og í raun það þjóðaröryggismál. Við ræddum þetta við Breka.

Í nýrri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag rekur Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalsshrepps áhyggjur sínar varðandi það hvorki hafi gengið byggja upp heil­brigðisþjón­ustu lög­gæslu á Suður­landi og mikið skort­ir á fjár­fest í sam­göngu­innviðum. Einar hefur áður tjáð sig um þessi mál og stutt er síðan rafmagn fór af á svæðinu og langur tími leið þar til varafl tók við sem ógnaði öryggi íbúa á svæðinu. Við heyrðum í Einari í þættinum.

Hera Björk mun koma fram á 13 tónleikum í Ástralíu núna í janúar og febrúar. Hún lagði af stað í þessa miklu reisu og er stödd í Frankfurt þar sem hún millilenti áður en hún heldur lengra og við heyrðum í henni og spurðum hana útí þetta mikla ævintýri sem framundan er.

Það er fátt sem minnir okkur á vorið þessa dagana en Garðyrkjufélagið ætlar gera allt sitt til breyta þeim þankagangi því í kvöld ætla þau láta okkur dreyma um vorið og fara yfir hvað við getum gert skemmtilegt á árinu. Guðríður Helgadóttir eða Gurrý í garðinum var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá því hvernig við trekkjum okkur í gang í huganum og hugsum um garðyrkjustörfin.

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,