Síðdegisútvarpið

Þróttarinn Brjánn, leikskólamál í borginni og lesblinda

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Ríflega þúsund börn bíði eftir komast en ekki 400. Hildur Björnsdóttir var á línunni.

Föstudagsgestirnir eru ekki af verri endanum en það eru þeir Sólmundur Hólm og Halldór Gylfason. í september eru hefja göngus sína á SÝN+ þættirnir Brjánn sem Sóli skrifar handritið af og Dóri leikur aðahlutverkið í. Þeir settust niður með okkur með kaffibolla.

Í gær ræddum við við Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu um málefni jaðarsettra hópa. Þar barst í tal kaffistofan Samhjálp en fyrirhugað er rífa húsnæðið í Borgartúni sem kaffistofan er staðsett í. Við fengum til okkar Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur framvkæmdastjóra Samhjálpar

Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Lesblindra nýlega tvær greinar á Visi.is þar sem hann skrifar um málefni lesblindra. Snævar segir vitund um lesblindu hafa aukist á Íslandi undanfarna áratugi og það hluta til vegna starfs félagsins og einnig vegna aukinar fræðslu innan skólakerfisins. En hvar þarf gera betur og hvernig ? Snævar kom til okkar í Síðdegisútvarpið í dag.

Áætlað er þeir tæplega 2400 erlendu farþegar sem komu með flugi Easy Jet til Akureyrar hafi eytt um 493 milljónum króna hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu um flug Easy Jet á milli Akureyrar og London veturinn 2023-2024. Skýrslan var unnin af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni fyrir Flugþróunarsjóð og við heyrðum í honum í Síðdegisútvarpinu. Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri var á línunni.

Við heyrðum í Helgu Karlsdóttir formanni kynjakatta um sýningu sem fyrirhuguð er í Garðheimum um helgina.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,