Nýjasta æðið hjá yngstu kynslóðinni eru svokallaðir Labubu bangsar, en um er að ræða loðið tuskudýr með skörpum tönnum og augnaráði sem njóta fádæma vinsælda um þessar mundir. Við fréttum af skólastjóra sem sá sig knúinn til að senda foreldrum línu í dag varðandi Labubu. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla kom til okkar.
Þriggja daga sorg hefur verið lýst yfir í höfuðborg Portúgals, Lissabon eftir slyss á togbraut í gær þar sem 17 biðu bana og 21 slasaðist. Þjóðarsorg er í Portúgal í dag. Vitni segja að svo virðist sem bremsur vagnsins hafi ekki virkað. Einar Logi Vignisson hefur mikil tengsl við Portúgal og Lissabon og veit ýmislegt um þetta kennileiti borgarinnar, við heyrðum í honum.
Matreiðsluþættirnir Uppskriftabókin þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Solla kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. En svo kemur tvistið ? Solla heimsótti okkur ásamt leikstjóra þáttanna, Sunnevu Ásu Weisshappel.
Rósa Ólöf Ólafíudóttir vinnur að því að efna loforð sem hún gaf bróður sinum, Lalla Johns, sem var að skrifa sögu hans. Rósa safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund og hún kom til okkar og sagði okkur frá verkefninu og aðeins af Lalla sjálfum.
Þátttöku Íslendinga á EM í körfu lauk í dag með stóru tapi gegn Frakklandi. Ísland tapaði þar með öllum sínum leikjum, en þó má segja að ýmis jákvæð teikn hafi verið á lofti og liðið átt góða kafla inn á milli. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður er stödd í Katowice að pakka saman eftir að hafa fylgst með öllu ferlinu og hún var á línunni og gerði frammistöðu Íslendinga upp með okkur.
Hin árlega bæjarhátíð Ljósanótt stendur fram á sunnudag og er samansett af fjölbreyttri skemmti- og menningardagskrá víða um Reykjanesbæ. Í dag opna t.d. sýningar í Duus húsum og við rétt náðum í skottið á Guðlaugu Maríu Lewis, verkefnastjóra Ljósanætur sem var þar stödd og hitaði upp í Ljósanætur stemmingunni með okkur.
Tónlist:
Mannakorn - Gamli Skólinn.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Coldplay - Higher Power.
Tears for Fears - Everybody Wants To Rule The World.
Egill Ólafsson - Hósen Gósen.
Chris Stapleton - Tennessee whiskey (radio edit).
Bee Gees - Jive Talkin'.
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
Valdimar - Yfirgefinn.