Síðdegisútvarpið

Golfvellir, gerfigreind, hálendisskálar og brennivín á eyðieyju

Hópur Vesturbæinga hefur sett af stað undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri uppbyggingu í Vesturbugt við Gömlu Reykjavíkurhöfn og kalla eftir nýju deiliskipulagi. Þau segja uppbyggingaáformin ganga gegn stefnu borgarinnar um hverfisvernd sem er sett fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur og Ásta Olga Magnúsdóttir ábyrgðarmaður undirskriftalistans fóru yfir málið með okkur.

Guðrún Dís settist niður fyrr í dag með Lilju Dögg Jónsdóttur framkvæmdastjóra Almannaróms en stofnunin auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. En hvað er Almannarómur og hvert verður hlutverk gervigreindarmiðstöðvarinnar?

Júní hefur verið vætusamur á meðan maí var heitasti í manna minnum. Hvaða áhrif hefur veðráttan á golfvelli landsins og í hvernig standi eru þeir? Munu golfþyrstir íslendingar spila golf langt fram eftir hausti? Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar og sérfræðingur í golfvallagerð fræddi okkur um það.

Ferðalangar um hálendi Íslands hafa í gegnum tíðina þurft bóka gistingu í skálum á ferðum sínum án þess hafa yfirsýn yfir hvaða skálar eru lausir á þeim tíma sem ferðast skal á. er verið bjóða uppá lausn, vefsíðu þar sem fjölmargir skálar á hálendinu eru í boði. Skúli Skúlason kom og sagði okkur nánar frá vefsíðunni huts.is

Metmagn af áfengi verður flutt til Jan Mayen í ár, þrátt fyrir eyjan strangt til tekið eyðieyja þar sem örfáar hræður starfa. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður hefur kafað í þetta mál og var á línunni hjá okkur

Og við fengum Eddu Sif Pálsdóttur af íþróttadeildinni til hita okkur aðeins upp fyrir EM kvenna í knattspyrnu sem hefst á miðvikudaginn næsta og er fyrsti leikur íslenska landsliðsins þann dag gegn Finnlandi.

Frumflutt

26. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,