Síðdegisútvarpið

Svindl í ferðaþjónustu,týndu atkvæðin og fuglaflensa

Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Þetta skrifar Búi Bjarmar Aðalsteinsson í aðsendri grein á Vísi og bendir á reiðhjól séu samgöngutæki sem augljós ávinningur af. Þetta veki spurningar um hvort við séum nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Búi Bjarmar mætti í Síðdegisútvarpið.

Töluverð aukning hefur orðið á tilkynningum um fuglahræ á víðavangi, úr nokkrum á viku upp í nokkra tugi. Staðan er grafalvarleg og jafnvel alvarlegri en almenningi grunar. Elísabet Hrönn Fjóludóttir, dýralæknir hjá Dýraþjónustunni er ein þeirra sem stendur vaktina og hún var á línunni hjá okkur.

Svikaalda hefur gengið yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu síðustu vikur. Falskar bókanir sem áður voru ein til tvær á ári eru á annan tug á sólarhring. Mikil umræða um svik í greininni hefur skapast í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. En hvernig eru þessi svindl og hvað geta ferðaþjónustufyrirtæki gert til verjast þeim ? Við ræddum málið við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar.

Í vikunni hefst Frönsk kvikmyndahátíð með allskonar skemmtilegu því tengdu. Von er á franskri stórstjörnu sem leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni The Balconettes. Þá verður frönsk matarmenning í hávegum höfð í Bíó Paradís. Kvikmyndahátíðin hefst á föstudaginn og Ása Baldursdóttir dagskrástjóri Bíó Paradísar kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Á annan tug utankjörfundaratkvæða í alþingiskosningunum fór framhjá starfsfólki bæjarskrifstofu Kópavogs þegar þau bárust þangað daginn fyrir kjördag. Haukur Hólm hefur fylgst náið með þessu máli í dag og hann mætti til okkar.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,