Síðdegisútvarpið

Grindavík, gosmóða á Ströndum, Mærudagar og Bræðslan

Áhættumat Almannavarna fyrir Grindavík er ríflega vikugamalt og Grindvíkingar kalla eftir uppfærslu á því á samfélagsmiðum. Segja það úrelt og opna eigi bæinn fyrir öllum svo hægt taka á móti ferðamönnum t.d. Íbúar hafa t.d. bent á hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Vilhjálmur Árnason þingmaður bjó í Grindavík fyrir hörmungarnar og var á línunni hjá okkur.

Siggi Gunnars tók fyrir okkur í dag viðtal við Jökul Júlíusson úr Kaleo en hljómsveitin mun halda stórtónleika í Vaglaskógi á morgun laugardag ásamt góðum gestum. Búist er við um 7000 manns og uppselt er á tónleikana.

Mærudagar fara fram á Húsavík. Þetta er þeirra bæjarhátíð. Guðrún Huld Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri Mærudaga var á línunni hjá okkur

Gosmóða frá tólfta eldgosinu á Reykjanesskaga hefur legið yfir Árneshreppi á ströndum síðustu daga. Við heyrðum í Jóni Guðbirni Guðjónssyni veðurathugunamanni á Litlu-Ávík.

Og í lok þáttar settum við okkur í samband við okkar mann, Felix Bergsson, sem verður í beinni frá Bræðslunni en tónleikahátíðin verður í beinni útsendingu á Rás 2 annað kvöld.

Frumflutt

25. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,