Síðdegisútvarpið

Grindavík, gosmóða á Ströndum, Mærudagar og Bræðslan

Áhættumat Almannavarna fyrir Grindavík er ríflega vikugamalt og Grindvíkingar kalla eftir uppfærslu á því á samfélagsmiðum. Segja það úrelt og opna eigi bæinn fyrir öllum svo hægt taka á móti ferðamönnum t.d. Íbúar hafa t.d. bent á hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Vilhjálmur Árnason þingmaður bjó í Grindavík fyrir hörmungarnar og var á línunni hjá okkur.

Siggi Gunnars tók fyrir okkur í dag viðtal við Jökul Júlíusson úr Kaleo en hljómsveitin mun halda stórtónleika í Vaglaskógi á morgun laugardag ásamt góðum gestum. Búist er við um 7000 manns og uppselt er á tónleikana.

Mærudagar fara fram á Húsavík. Þetta er þeirra bæjarhátíð. Guðrún Huld Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri Mærudaga var á línunni hjá okkur

Gosmóða frá tólfta eldgosinu á Reykjanesskaga hefur legið yfir Árneshreppi á ströndum síðustu daga. Við heyrðum í Jóni Guðbirni Guðjónssyni veðurathugunamanni á Litlu-Ávík.

Og í lok þáttar settum við okkur í samband við okkar mann, Felix Bergsson, sem verður í beinni frá Bræðslunni en tónleikahátíðin verður í beinni útsendingu á Rás 2 annað kvöld.

Frumflutt

25. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,