Síðdegisútvarpið

Netsvindl, Blóðbanki og borgarstjórinn í Reykjavík með nýsamþykkta fjárhagsáætlun

Fjármálaáætlun borgarinnar til 2029 var samþykkt í gærkvöld. Gert er ráð fyrir A-hluti borgarsjóðs verði rekinn með 1,3 milljarða króna afgangi í ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem rekstrarafgangur borgarinnar sem boðaður er í nýsamþykktri fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar tilkominn vegna eignasölu. Borgarstjóri segir stíft aðhald og agaða fjármálastjórn skýra viðsnúninginn í rekstrinum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom til okkar.

Nokkur umræða hefur verið síðustu daga um óprúttna aðila sem hafa reynt og stundum tekist svíkja fólk sem hefur pantað vörur á netinu. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar var i viðtali hér á ruv í gær þar sem hann sagði sögu sína en hann tapaði nokkur hundruð þúsund krónum á slíkum viðskiptum. Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu hún kom til okkar og leiðbeindi okkur hvað ber varast í þessum efnum.

Kamilla Einarsdóttir rithöfundur kom til okkar en á eftir verður skemmtilegur viðburður í bókabúð Sölku, svokallað bókabarsvar.

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til taka þátt í viðskiptahraðli Klaks, Startup SuperNova 2024. Markmið hraðalsins er hraða framgangi sprotafyrirtækisins og

það fjárfestingarhæft þegar hraðli lýkur. Eitt af þessum fyrirtækjum nefnist FairGame en um er ræða hugbúnaðarlausn fyrir íþróttamót barna og unglinga. Með notkun gervigreindar er upplifun ungmenna í fyrirrúmi. Leikjum er raðað þannig jafningjar mætist, á grundvelli raunverulegs styrkleika liða.

Jóhannes Ólafur Jóhannesson er höfundur Fair Game og hann kom í Síðdegisútvarpið og sagði okkur betur frá.

Atli Fannar Bjarkason mætti til okkar eins og alltaf á miðvikudögum með MEME vikunnar.

Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri í Blóðbankanum var síðan á línunni en við forvitnuðumst um stöðuna þar á bæ.

Frumflutt

4. des. 2024

Aðgengilegt til

4. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,