Síðdegisútvarpið

Glatkistan, ungmenni á vinnumarkaði, jarðvarmahlaup og EM

Þingkona Sjálfstæðisflokksins Diljá Mist Einarsdóttir auglýsti í vikunni eftir ábendingum frá atvinnurekendum sem hafi áhyggjur af breytingum á stöðu eða frammistöðu ungmenna á vinnumarkaði undanfarin ár. En hvað rekur hana í það og í hvaða tilgangi? Diljá Mist var á línunni hjá okkur.

Glatkistan.com er vefsíða um íslenska tónlist en á henni finna viðamiklar heimildir og upplýsingar um íslenska tónlist fyrr og síðar og er hún hugsuð sem safn upplýsinga um flytjendur tónlistar, óháð útbreiðslu og útgáfu. Tilkynning barst frá Helga Jónssyni, sem hefur haldið út þessari síðu, um daginn hann hyggist loka henni vegna fjárskorts meðal annars. Mikil viðbrögð urðu í kjölfarið og kom í ljós stuðningur við síðuna er augljóslega mikill, fjárframlög bárust frá einstaklingum sem duga fyrir hýsingu og lénum minnsta kosti næsta árið, segir Helgi á facebook síðu Glatkistunnar. En hversu mikil menningaverðmæti er finna þarna og hversu mikilvægt er hún fari ekki sjálf í Glatkistuna? Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargúru, fór yfir það með okkur.

Orka náttúrunnar heldur svokallað Jarðvarmahlaup ON eftir viku, 10. Júlí. Uppselt er í hlaupið sem hefst og endar við Hellisheiðarvirkjun. Hlaupaleiðin liggur um stórbrotið og lifandi landslag Hengilssvæðisins þar sem jarðhitinn setur sterkan svip á umhverfið. Þau Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri ON og Magnús Viðar Heimisson sem skipuleggur hlaupið komu til okkar í spjall.

Það stefnir hraðbyri í Íslandsmet verði slegið á alþingi, en umræður um veiðigjaldafrumvarpið hafa staðið í fast 130 klukkustundum og ef málgleði stjórnarandstöðunnar heldur áfram næstu daga gæti umræðan skákað lengsta málþófinu til þessa þegar þingmenn miðflokksins töluðu gegn þriðja orkupakkanum í 147 klukkustundir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þetta við okkur.

Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Allt í blóma fer fram í fimmta sinn um Hveragerði um helgina. Fjöldi listamanna stígur á stokk, þar á meðal Mugison, Bríet, Stjórnin, Aron Can, og svo einn nýjasti íbúi Hveragerðis, Jónas Sig. Pétur Markan bæjarstjóri kom til okkar.

Fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í gærkvöldi lauk á heldur sorglegan hátt þegar þær töpuðu 1-0 fyrir Finnlandi. En hvaða möguleika á liðið á mótinu, og hvaða áhrif hefur þessi óskemmtilega byrjun á stemninguna og sjálfstraustið? Margrét Lára Viðarsdóttir fyrrverandi landsliðskona var á línunni.

Frumflutt

3. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,