Síðdegisútvarpið

Lykkjuhneyksli, bökunarmaraþon, börn í umferð og golfsvindl

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á EM í körfubolta í hádeginu og tapaði þar fyrir Ísrael. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður krufði leikinn með okkur.

Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur bað í gær þolendur í lykkjuhneykslinu svokallaða opinberlega afsökunar. Getnaðarvarnarlykkju var komið fyrir í 4.500 grænlenskum konum og stúlkum allt niður í 13 ára, án samþykkis þeirra eða vitundar, til draga úr fólksfjölgun. Við heyrðum í Ingu Dóru Guðmundsdóttur fjölmiðlakonu og almannatengli sem er búsett á Grænlandi.

Og við höldum áfram heyra í landvörðum vítt og breitt um landið, og í þetta sinn slógum við á þráðinn til Unu Sóleyjar Stefánsdóttur, sem er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi

4436 skólabörn bættust við í umferðina í vikubyrjun þegar skólarnir hófu göngu sína. Mörg þessara barna eru fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar. Hvað getum við gert til tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá og Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu ræddu umferðaröryggi nemenda.

Girnilegasta maraþon landsins verður 6 september, en þá ætla hjónin Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur R Einarsson ásamt börnum sínum fjórum baka í sólarhring til styrktar Berginu headspace. Bökunarmaraþonið er haldið í minningu fóstursonar þeirra Guðna Alexanders sem lést fyrr á árinu, en hefði orðið 21 árs þennan dag. Lilja Katrín og Guðmundur komu til okkar.

Borið hefur á því fólk villi á sér heimildir á golfmótum, og sendi spilara á mót með mun meiri færni en þann sem er skráður. Við heyrðum í Huldu Bjarnadóttur forseta GSÍ.

Frumflutt

28. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,