Síðdegisútvarpið

Föstudagsútgáfan: Maggi Scheving, Halli Melló og áfram Ísland!

Föstudagsgesturinn þessu sinni var enginn annar en Magnús Scheving. Hann mætti til okkar og fékk sér kaffibolla með okkur.

Við elskum heyra í íslendingum í útlöndum og hringdum til Danmerkur og heyrðum í Mollý sem þar er búsett. Mollý starfar í tískubransanum og gefur út tónlist í Danmörku og við spjölluðum við hana um lífið og tilveruna ytra og fengum heyra lagið Fanget.

Nemendur í Tónlistarskóla FÍH eru um þessar mundir setja upp Motown sýningu í skólanum og við fengum til okkar nokkra þátttakendur sem tóku lagið.

Hallgrímur Ólafsson leikari eða Halli Melló er einn af þátttakendum í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu en þar kemur hann meðal annars fram með gítar vopni nema hvað í gær lenti hann í óhappi í eldhúsinu sem gæti sett strik í reikninginn. Við heyrðum í Halla.

Við hituðum upp fyrir landsleikinn með Hilmari Jökli Stefánssyni úr Tólfunni.

Friðrik Ómar bætist við Síðdegisútvarpið á föstudögum í sérstakri föstudagsútgáfu. Þau Gunna Dís stýrðu þættinum.

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,