Síðdegisútvarpið

Logi um Masters,Gulli um A&B og Birgitta Haukdal slær í gegn

Kylfingurinn Rory McIlroy sigraði á Masters-mótinu í golfi í gærkvöldi. Hann er sjötti kylfingurinn í sögunni til vinna öll fjögur risamótin og fyrsti Evrópubúinn. Við ræddum Rory og sigurinn við Loga Bergmann annan umsjónvarmann hlaðvarpsins Seinni 9.

Birgitta Hauk­dal er vin­sæl­asti rit­höf­und­ur lands­ins ef litið er til út­lána á bóka­söfn­um. Bæk­ur henn­ar voru lánaðar út um 34 þúsund sinn­um á síðasta ári. Við heyrðum í Birgittu.

A&B heita þættir sem eru sýndir á stöð 2 þessa dagana. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. Gunnlaugur Jónsson maðurinn á bakvið þættina kom til okkar.

Við hringdum austur og forvitnumst um Hammond hátíðina á Djúpavogi. Greta Mjöll Samúelsdóttir var til viðtals.

Fermingarbörn gengu í fyrsta sinn í tvö ár inn kirkjugólfið í Grindavík í gær. Vegna jarðhræringa og eldsumbrota var ekki fermt þar í fyrra. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,