Síðdegisútvarpið

Logi um Masters,Gulli um A&B og Birgitta Haukdal slær í gegn

Kylfingurinn Rory McIlroy sigraði á Masters-mótinu í golfi í gærkvöldi. Hann er sjötti kylfingurinn í sögunni til vinna öll fjögur risamótin og fyrsti Evrópubúinn. Við ræddum Rory og sigurinn við Loga Bergmann annan umsjónvarmann hlaðvarpsins Seinni 9.

Birgitta Hauk­dal er vin­sæl­asti rit­höf­und­ur lands­ins ef litið er til út­lána á bóka­söfn­um. Bæk­ur henn­ar voru lánaðar út um 34 þúsund sinn­um á síðasta ári. Við heyrðum í Birgittu.

A&B heita þættir sem eru sýndir á stöð 2 þessa dagana. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. Gunnlaugur Jónsson maðurinn á bakvið þættina kom til okkar.

Við hringdum austur og forvitnumst um Hammond hátíðina á Djúpavogi. Greta Mjöll Samúelsdóttir var til viðtals.

Fermingarbörn gengu í fyrsta sinn í tvö ár inn kirkjugólfið í Grindavík í gær. Vegna jarðhræringa og eldsumbrota var ekki fermt þar í fyrra. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,