Síðdegisútvarpið

Hraðakstur, hættuleg hjörtu, Vesturbugt og ungmennamót fyrir 50 plús

Við byrjum á hraðakstri við vegavinnusvæði. er genginn í garð mikill framkvæmdatími og í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gær kemur fram fimm hafi verið sviptir ökuréttindum fyrir aka of hratt á framkvæmdasvæðum. Logi Sigurjónsson aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var á línunni.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Serbíu í æfingaleik í dag. Leikurinn er síðasti í undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst 2. júlí. Leikurinn er í beinni útsendingu og hefst klukkan 17:00. Almarr Ormarsson íþróttafréttamaður lýsir leiknum og hann kom til okkar.

Við ræddum í gær við Pál Jakob Líndal, umhverfissálfræðing og Ástu Olgu Magnúsdóttur um fyrirhugaða uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu Reykjavíkurhöfn, en hópur Vesturbæinga hefur sett af stað undirskriftasöfnun gegn henni, og kallar eftir nýju deiliskipulagi. Við ræddum við Örn Kjartansson framkvæmdastjóra verkefnisins í þættinum.

Vegagerðin hefur lagt til rauðu hjörtun sem prýða umferðaljósin á Ak verði fjarlægð. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, og við spurðum hann hvernig þessi tillaga leggist í Akureyringa.

Lands­mót UMFÍ 50+ verður haldið á Sigluf­irði og Ólafs­firði um helg­ina. Á fjórða hundrað þáttakendur munu keppa í meðal annars bridds, frjálsum, stígvélakasti, pílukasti, pönnukökubakstri og sjálfsögðu boccia. Elsti keppandinn er fædd­ur árið 1933 og fagn­ar 92 ára af­mæli í júlí. Við heyrðum í Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóra móta UMFÍ

Það verður mikið húllumhæ á Snæfellsnesi á morgun, þegar Snæfellsjökulsþjóðgarður fagnar 24 ára afmæli. Ragnhildur Sigurðardóttir þjóðgarðsvörður var á línunni

Frumflutt

27. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,