Síðdegisútvarpið

Í góðu lagi,rangfeðranir,borgarstjóri og Vigdís Finnboga á afmæli

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram öll börn sem verða átján mánaða eða eldri 1. september og eru með umsókn í borgarrekna leikskóla hafa fengið boð um vistun. Á línunni hjá okkur var Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjóri.

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vinnur gerð sjónvarpsþátta um rangfeðrun en hún vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Helga kom til okkar.

Sigríður Halldórsdóttir kíkti á okkur í þættinum og sagði okkur aðeins frá Kveiks þætti kvöldsins en þar var fjallað um drykkju eldri borgara.

Jóhann Alfreð og Sandra Barilli komu í heimsókn og fengu sér kaffibolla með okkur uppúr fimm. Við ræddum við þau um allt og ekkert en einnig um þátt sem þau verða með saman hér á Rás 2 um páskana.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fagnar 95 ára afmæli í dag. Hún var forseti á árunum 1980 til 1996 og braut blað sem fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Guðfinnur Sigurvinsson hefur fylgst náið með störfum Vigdísar í gegnum tíðina en hann skrifaði BA ritgerð þar sem hann velti fyrir sér hvaða máli kyn Vigdísar hefði skipt í forsetakosningunum 1980 en auk þess gerði hann ásamt Ragnari Santos heimildamyndina Fífldjarfa framboðið. Við ræddum Vigdísi við Guðfinn í þættinum.

Frumflutt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,