Síðdegisútvarpið

Formannskjör í Sjálfstæðisflokki, óveðrið, símabann og bollur

Höfuðstöðvar True North urðu fyrir miklu tjóni um helgina þegar öldugangur á Granda lék húsnæði fyrirtækisins grátt. Guðjón Ómar Davíðsson stjórnarmaður True North segir margoft hafa verið talað við Faxaflóahafnir um hækka þurfi varnargarðana og hann var á línunni hjá okkur. Og við spurðum Óla Þór Árnason veðurfræðing útí hvað olli þessum mikla öldugangi.

Það er bolludagur í dag og við hringdum í Borgarnes nánar tiltekið í Geirabakarí í Borgarnesi og heyrðum í Sigurþóri Kristjánssyni bakara. Siggi skellti sér auki útúr húsi og kíkti í 17 sortir sem bakar óhefðbundnar bollur. Sylvía Haukdal og Auður Ögn Árnadóttir ræddu við hann.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna og menntamálaráðherra hefur sagst vera undirbúa lagasetningu um snjallsímabann i í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti. Við ræddum snjallsímanotkun barna í grunnskóla við Ómar Örn Magnússon skólastjóra í Hagaskóla.

Guðrún Hafsteinsdóttir var kosin formaður Sjálfstæðisflokksins um helgina en afar mjótt var á munum á milli hennar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig bauð sig fram til formennsku.

Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður en hann hafði betur á móti Diljá Mist og Vilhjálmur Árnason var endurkjörinn ritari flokksins. Við ræddum landsþing Sjálfstæðisflokksins og forystukjörið við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor.

Hverju þarf huga fyrir Sprengidaginn hyggist maður elda saltkjöt og baunir. Friðrik V var á línunni hjá okkur

Frumflutt

3. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,