Síðdegisútvarpið

Kópavogsmódelið, 3I/Atlas, umspil í Þjóðardeildinni og litakortið fyrir heimilið

Við byrjuðum á taka púlsinn á Arnarhóli en þar var dagskrá nýlokið í upphafi þáttar. Matthías Már Magnússon, okkar maður á staðnum, fór aðeins yfir það sem fyrir augu og eyru bar.

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom til fara yfir staðreyndir um 3I/Atlas en mikið er rætt um þetta í netheimum, og þá kannski aðallega í Bandaríkjunum, og rætt er þetta geimfar en ekki halastjarna.

Í dag mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna því norður írska í umspilsleik í Þjóðardeildinni. Fyrri leikurinn er úti á eftir í beinni á RÚV2 kl. 18. Síðdegisútvarpið heyrði í Önnu Þorsteinsdóttur, forseta hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, en þær ætla horfa saman á leikinn í miðborginni.

Kópavogsmódelið svokallaða í leikskólamálum verður rætt á opnum fundi Sjálfstæðimanna í Kópavogi á morgun þar sem allir eru velkomnir. Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi sjálfstæðimanna í Kópavogi ræddi Kópavogsmódelið.

Og styttist til jóla og er þá ekki kominn tími til skoða litakortið áður en maður fer í breytingar á heimilinu? Maja Ben, litaráðgjafi, gaf góð ráð um litaval.

Á Hvolsvelli í kvöld fara fram sannkallaðir kvennatónleika, allt í tilefni dagsins. Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona og kórstjóri stendur þeim og var á línunni.

Og í lok þáttar leit Gísli Marteinn Baldursson við og sagði frá hverjir eru gestir Vikunnar þennan föstudaginn en þar fór fremst Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.

Frumflutt

24. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,