Síðdegisútvarpið

Virði menntunar, mannlíf á Vestfjörðum, Karlsvaka og þingkosningar í Noregi

Arðsemi háskólamenntunar á Íslandi er með því lægsta sem gerist í OECD-ríkjunum og hefur aldrei verið minni. Hverju sætir ? Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM kom til okkar

Í dag fara fram þingkosningar í Noregi en mikil spenna ríkir þar í landi. Von er á fyrstu tölum um klukkan 19 íslenskum tíma. Í Noregi í Hallgrímur Indriðason fréttamaður og við heyrðum í honum.

Við rákum augun í það í Mogganum á dögunum búið stofna húsnæðissjóð sem býður nýtt form meðeigandakerfis á fasteignamarkaði. En sjóðurinn leggur fram 20% af kaupverði fasteignar og verður meðeigandi með kaupendum íbúðarinnar. Hvernig virkar þetta, hvers vegna fara þessa leið og mun þetta hrissta upp í fasteignamarkaðinum eins og við þekkjum hann ? Hilmar Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir eigendur REIR verk og REIR20 komu til okkar.

Sigurjón Sighvatsson - Karlsvaka, til minningar um Karl Sighvatsson orgelleikara, var haldin í kirkjunni í Þorlákshöfn í gær , en Karl hefði orðið 75 ára í dag. Karl lést í bílslysi liðlega fertugur, en markaði djúp spor í íslenskt tónlistarlíf. Bróðir hans Sigurjón kom til okkar í þáttinn og sagði okkur af þessum mikla tónlistarmanni.

Við héldum svo til Vestfjarða Mikael Steingrímsson varð á vegi hennar hann er nýfluttur á Drangsnes en þangað flutti hann úr vesturbænum fyrr á árinu og skipti algjörlega um

Menningarlífið blómstrar fyrir vestan en þar er t.a.m. starfræktur kvennakór sem nýtur mikilla vinsælda. Svo miklum það er erfitt komast í kórinn. sem honum stjórnar heitir Sigrún Pálmadóttir og við heyrðum í henni í þættinum.

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,