Síðdegisútvarpið

Fótboltastelpur, golf, landvarsla og einhverf börn

Við tókum viðtal við Atla Stein Guðmundsson blaðamann á mbl.is í gær vegna þess hann lenti nýverið í því umsögn sem hann skrifaði á Tripadvisor var hafnað og hún tekin út af síðunni sökum þess talið var umsögnin væri skrifuð með aðstoð gervigreindar. Við ræddum við Eirík Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands um gervigreind og tungumálið.

Hópur íbúa Stöðvarfjarðar er afar óánægður með hve seint sveitarfélagið Fjarðabyggð varaði fólk við gerlamengun í drykkjarvatni þorpsins í síðustu viku. Við ræddum í gær við Evu Jörgensen nýdoktor í heilsumannfræði íbúa á Stöðvafirði en hún tjáði okkur fjöldi íbúa hafi veikst vegna þess og hún spyr hvort ekki hægt tryggja betra upplýsingaflæði til íbúa. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar var á línunni hjá okkur.

Meistaraverkefni Kristínar Rósar Sigurðardóttur endaði sem grein í hinu virta læknariti Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra, og Kristín Rós sagði okkur nánar frá þeim.

Íslandsmótið í Golfi hófst í morgun á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis. Mótið sem sýnt verður frá beint hér á RÚV klárast á sunnudaginn og það er óhætt segja öllu verði til tjaldað þetta árið. Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ og Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis komu til segja okkur betur frá því.

Það verður mikið um dýrðir á Akureyri um helgina þegar N1 mót stúlkna í knattspyrnu fer fram í fyrsta sinn. Við hringdum norður í Sævar Pétursson framkvæmdastjóra KA og og spurðum hvort allt til reiðu og hvort spennan fyrir mótinu ekki farin magnast.

Og við höldum áfram heyra í landvörðum víða um land, en í þetta sinn slógum við á þráðinn til Sigurðar Erlingssonar yfirlandvarðar í Mývatnssveit.

Frumflutt

7. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,