Síðdegisútvarpið

Veiða og sleppa, öryggi í Reynisfjöru, gleðiganga og uppseld ást

Banaslysið í Reynisfjöru á dögunum þegar ung stúlka drukknaði situr enn í okkur mörgum og slysið hefur vakið upp mikla umræðu um hætturnar sem þarna skapast við ákveðnar aðstæður. Gunnar Helgason rithöfundur tjáði sig á FB fyrr í dag og segist ekki trúa öðru en hægt verði koma í veg fyrir slys í fjörunni. Við hringdum í Gunnar.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifaði pistil á dögunum á vefnum Flugufréttir en þar segist Jón ekki hissa á dræmri laxveiði í ám landsins og fyrir því séu margar ástæður. Ein þeirra aðferðin veiða og sleppa. Svo við vitnum beint í grein Jóns þá segir hann „Það sem verið er gera núna er ekki aðeins ár­ang­urs­laust held­ur bein­lín­is skaðlegt fyr­ir þá sem vilja njóta þess veiða og éta lax sem er hin mesta holl­ustu­vara en nær ómögu­legt fá, svo mat­gæðing­ar verða éta hinn ill­ræmda eld­islax,“ seg­ir Jón Kristjáns­son fiski­fræðing­ur. Jón ræddi þetta umdeilda mál við okkur.

Hápunktur Hinsegin daga verður á morgun þegar Gleðigangan fer frá Skólavörðuholti. Og einn af hápunktum þeirrar göngu er alla jafna vagn Páls Óskars, sem leggur ekki minni metnað hann þetta árið en áður. Við bjölluðum í Palla.

Kvikmyndin ástin sem eftir er er nánast uppseld í kjölfar frumsýningar hennar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Framleiðendum myndarinnar hefur gengið vel selja myndina til dreifingaraðila um víða veröld og nu er svo komið myndin hefur verið seld á nánast alla markaði. Við fengum Anton Mána Svansson framleiðanda myndarinnar til okkar.

Miðar á 50 ára afmælistónleika Sumars á Sýrlandi í nóvember seldust upp á örskotsstundu og hefur aukatónleikum verið bætt við. Einvalalið tónlistarmanna leggja Stuðmönnum lið á tónleikunum, en auk þeirra tilkynnt komu sína sjálfir lykilhöfundarnir og upphaflegu flytjendur þessara sögufrægu laga þeir Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla en þessir þrír hafa ekki komið fram saman á Stuðmannasviði síðan 1976. Við ræddum við stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon.

Frumflutt

8. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,