• 00:12:18Hanna Katrín Friðrikson
  • 00:32:14Tálknafjör
  • 00:54:27Skaðleg sjálfsrækt
  • 01:11:40Æpandi bílar
  • 01:29:04Arna Rut um píluna

Síðdegisútvarpið

Viljayfirlýsing, píla, æpandi bílar, og skaðleg sjálfsrækt

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ræddi við okkur um viljayfirlýsingu á milli Íslands og ESB um efla samstarf um málefni hafsins og sjávarútvegsmál en mikil gagnrýni hefur komið fram. Þá hefur verið óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna þessa. En um hvað snýst þessi yfirlýsing. Hanna Katrín var á línunni.

Þorpshátíðin Tálknafjör fer fram á Tálknafirði um helgina. Marion Worthmann, Mæja, sagði okkur frá hátíðinni.

Setningar sem ætlað er vera uppbyggilegar, eins og vertu besta útgáfan af sjálfum þér, eða hamingja er ákvörðun, geta farið þvert ofan í fólk sem líður illa eða glímir við lágt sjálfsmat eða kvíða. Sigvaldi Sigurðarson kannaði áhrif skilaboða sem leggja persónulega ábyrgð á líðan fólks í meistararitgerð sinni, og skrifar grein upp úr henni í SÍBS blaðið undir yfirskriftinni þegar sjálfsrækt særir. Sigvaldi kom og sagði okkur frá þessu.

Nýleg evrópsk könnun sýnir margir ökumenn skilja ekki hvernig ökumannaaðstoðarkerfi virka og hvernig er hægt nýta þau. Þetta hefur skapað vantraust hjá sumum bíleigendum gagnvart nýjum og tæknivæddari bílum, en hlutir á borð við blindpunktsviðvörun og akreinavara eru skyldubúnaður í nýjum bílum í ESB. Runólfur Ólafsson hjá FÍB ræddi þetta við okkur.

um helgina fer fram pílumót hjá Snooker & Pool í Lágmúlanum þar sem nýliðar eru sérstaklega velkomnir. Arna Rut Gunnlaugsdóttir, mótstjóri, kom til okkar til ræða mótið og áhugann á pílunni hér á landi.

Frumflutt

23. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,