Síðdegisútvarpið

Ísland á toppnum, golf, og fjármögnun vegaframkvæmda

Síðdegisútvarpið 6. mai

Við byrjuðum þáttinn á því heyra í Ágústi Þór Ólafsson fréttamanni okkar fyrir norðan en hann var á ferð í Mývatnssveitinni fyrr í dag og hitti fólk á förum vegi bæði heima og ferðamenn enda einmuna blíða á því svæði.

Svo kom til okkar Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar til ræða samtal um samvinnuverkefni en á morgun er málþing Vegagerðarinnar þar sem ræða á fjármögnun samgönguframkvæmda.

Hjólað í vinnuna hefst í tuttugasta og þriðja sinn á morgun. Af því tilefni komu þær Ragnhildur Skúladóttir, sviðstjóri fræðslu og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Linda Laufdal, sérfræðingur á fræðslu og almenningsíþróttasviði ÍSÍ til okkar.

Frakkland og Evrópusambandið vilja laða vísindamenn sem staðsettir eru í Bandaríkjunum og hafa orðið fyrir barðinu á aðgerðum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, gegn háskólasamfélaginu þar í landi. Áætlað er gripið verði til hvata svo fræðimenn setjist í Evrópu. Ragnheiður I Þórarinsdóttir, Rektor, er stödd á ráðstefnunni í Frakklandi. Við heyrðum í henni

eru golfklúbbar landsins opna hver af öðrum og á laugardaginn opnar fjölmennasti klúbbur landsins GR annan af tveimur völlum sínum þ.e. Korpúlfsstaðaravöll en Grafarholtið verður opnað viku síðar. Ýmsar breytingar eru á döfinni m.a. hvað varðar rástímaskráningu og við ræddum það við Gísla Guðna Hall formann Golfklúbbs Reykjavíkur.

Ísland er í efsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna 2025 sem gefinn var út í dag. Norðmenn sem lengi hafa trónað á toppnum eru í öðru sæti ásamt Svisslendingum. Við ætlum ræða þessi mál við Stefán Jón Hafstein.

Frumflutt

6. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,