Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX sagði á mbl.is í dag að uppbygging íbúða á höfuðborgarsvæðinu væri komin í óefni vegna lóðaskorts og ofuráherslu á þéttingu byggða. Við heyrðum í Svani.
Á morgun verður mikið um dýrðir í Bíó Paradís en þá verður boðið upp á hraðstefnumót eldri borgaraog það beint eftir sýningu myndarinnar Eftirlætiskakan mín eða My favourite Cake sem er hjartnæm ástarsaga um fullorðnu ekkjuna Mahin sem er orðin þreytt á einverunni þar sem hún býr ein í Teheran og grípur til sinna ráða. Þær Hrönn Sveinsdóttir og Ása Baldursdóttir frá Bíó Paradís komu til okkar.
Um áramótin var felld niður öll þjónusta er varðar almenningssamgöngur á milli Borgarfjarðar Eystri og Egilstaða. Margir íbúar Borgarfjarðar hafa nýtt sér þjónustuna og telur Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar Borgarfjarðar rökstuðning vegagerðarinnar um að um innanbæjarakstur sé að ræða á þessari 70km leið ekki halda neinu vatni. Við slóum á þráðinn til Eyþórs til Borgarfjarðar Eystri
Dreymir þig um húsbílaferð um Evrópu? Við rákum augun í auglýsingu um námskeið þar sem hægt er að lærðu að undirbúa sig fyrir húsbílaferð um Evrópu og hvað þarf að gera áður en lagt er af stað. Eygló R. Sigurðardóttir fór í slíka ferð fyrir nokkru síðan og ætlar nú að miðla af sinni alkunnu reynslu svo fleiri geti fylgt í kjölfarið. Við heyrðum í Eygló í þættinum.
Um helgina var frumsýnd heimildarmyndin Sigurvilji, sem er um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara. Sigurbjörn hefur oftar orðið Íslandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari á íslenskum hestum en nokkur annar þannig löngu orðið tímabært að gera mynd um knapann. Hrafnhildur Gunnarsdóttir einn aðtandanda myndarinnar sagði okkur nánar frá Sigurvilja.
Í dag er ekki bara dagur táknmálsins þvi einnig er 112 dagurinn. Í dag var tilkynnt um hvaða íslendingar eru skyndihjálparfólk Íslands en það eru þau Hinrik Þráinn Örnólfsson tannlæknir og Guðrún Narfadóttir líffræðingur, sem stödd er á skútu við strendur Florída í þessum töluðu orðum.