Síðdegisútvarpið

Grindavík, draumspjöld og bíó fyrir einhverfa

Sigurborg Kr. Hannesdóttir hefur í tuttugu ár búið til svokölluð draumaspjöld fyrir nýtt ár, hún kom og sagði okkur frá því.

Ólafur Ólafsson fyrirliði körfuboltaliðs Grindavíkur kom í heimsókn og sagði okkur frá því Stöð 2 Sport er hefja sýningar á sex þátta heimildaþáttaseríu um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins.

Þann 28. des verður skynvæn bíósýning á jólamynd í Bíó Paradís, Sunna Dögg Ágústsdóttir sagði okkur frá því.

Við tókum stöðuna á íslendingum á Kanarí og heyrðum í Sigursteini Óskarssyni.

Tinna Dahl Christiansen sagði okkur frá því í dag verður íþróttafólk í Hafnarfirði heiðrað þegar íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar er útnefnt.

Frumflutt

27. des. 2024

Aðgengilegt til

27. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,