Síðdegisútvarpið

Viðbrögð við gjaldþroti Play,Besta deildin og ofanflóðahættumat

Starfsemi Play er lokið eftir mikinn taprekstur. Stjórnendur hugðust breyta skipulagi félagsins og flytja starfsemina hluta úr landi en segja ljóst það of seint. Við ræddum við Nadine Guðrúnu Yaghi forstöðumann samskipta og markaðsmála hjá Play um stöðuna, heyrðum í Huldu Gunnarsdóttur flugfarþega sem er strandaglópur erlendis og Breka Karlssyni formanni Neytendasamtakanna.

Ljóst er þúsundir farþega þurfa endurskipuleggja sig og hundruðir missa vinnuna vegna gjaldþrots flugfélagsins Play. Við ræddum hvaða áhrif þetta muni koma til með hafa á ferðaþjónustuna næstu mánuði við Pétur Óskarsson hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Í ár eru liðin 30 ár frá hinum mannskæðu snjóflóðum sem féllu á þorpin Súðavík og Flateyri og í tilefni þessa stendur Verkfræðingafélag Íslands fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni SNOW 2025 á Ísafirði dagana 30. september til 3. október. Meðal þátttakenda verða fjölmargir þekktir vísindamenn og sérfræðingar á sviði ofanflóða og varnarmannvirkja. Við hringdum vestur og heyrðum í Tómasi Jóhannessyni sem þar er staddur en hann er sérfræðingur í ofanflóðahættumati hjá Veðurstofunni.

Bíó Paradís frumsýnir á morgun nýja íslenska heimildamynd eftir Magnús Orra Arnarson, Sigur fyrir sjálfsmyndina. Í myndinni er íslenskum keppendum fylgt á heimsleika Special Olypics á Ítalíu 2025. Magnús Orri kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Fótboltafélagið Víkingur getur laumað nokkuð mörgum fingrum á Bestudeildarbikarinn í fótbolta karla þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn í kvöld. Víkingar eru þegar 4 stigum fyrir ofan næstu lið og kæmi þá forskotinu í 7 stig þegar aðeins 9 stig eru eftir í pottinum. Við ræddum Bestu deildina við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann.

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,