Síðdegisútvarpið

Brúarskóli, starfslok, hundahlaup og ómannúðleg megrun

Brúarskóli sem stofnaður var árið 2003 gegnir því mikilvæga hlutverki vera mikilvægt úrræði fyrir nemendur sem þurfa á sérstöku stuðningsumhverfi um hríð halda áður en heimaskólinn tekur við. Ólafur Björnsson skólastjóri Brúarskóla sagði okkur betur frá skólanum.

Réttarhöld hófust í dag í Gufunesmálinu svokallaða yfir fjórum karlmönnum og einni konu sem eru ákærð fyrir ýmis brot í tengslum við dauða manns sem var beittur hrottalegu ofbeldi í mars. Hugrún Hannesdóttir Diego fór yfir það sem fram hefur komið.

Í nýjum heimildarþáttum sem Netflix hefur tekið til sýninga er skyggnst bak við tjöldin á þáttunum Biggest looser sem nutu fádæma vinsælda bæði í Bandaríkjunum og víðast hvar um heiminn fyrir nokkrum árum. Tilgangurinn með þáttunum var bæta heilsuna hjá fólki í yfirþyngd og hjálpa þeim grennast en aðferðirnar sem notaðar voru eru ómannúðlegar og þátttakendur hafa glímt við alls kyns erfiðleika eftir þátttöku í Biggest looser. Ragga Nagli skrifaði áhugaverða færslu um þessa nýju þætti og við heyrðum í henni.

Af krafti inn í starfslok er námskeið hjá Endurmenntun í haust, en það er ætlað einstaklingum sem eru huga því ljúka starfsævi, eru minnka við sig vinnu eða eru þegar hættir á vinnumarkaði. Einar Þór Jónsson einn leiðbeinanda kom til okkar.

Hundahlaupið verður haldið í Mosfellsbæ í þriðja sinn á miðvikudag, en Canicross eða hundahlaup á vaxandi fylgi fagna á Íslandi. Canicross er svokölluð hunda drifin íþrótt þar sem hlauparinn er með belti utan um sig og teygjutaum sem festist í beisli hundsins sem togar hlauparann áfram. Hlaupið hefur stimplað sig inn sem sannkölluð veisla fyrir hundaunnendur, en þátttakendur töldu um 200 talsins í fyrra og voru mættir til leiks hundar af öllum stærðum og gerðum með eigendum sínum á öllum aldri. Valdimar Gunnarsson sagði okkur betur af þessu.

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,