Síðdegisútvarpið

Umbra,Úkraína,vasaþjófar og styttra sumarfrí á Alþingi

Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis vill styttra sumarfrí fyrir Alþingismenn. Við ræddum málið við Þórunni.

Mikið hefur verið um vasaþjófnað á vinsælum ferðamannastöðum og eru meðal annars þeir ferðamenn sem sækja Hallgrímskirkju heim varaðir sérstaklega við vasaþjófum áður en þeir halda inn í kirkjuna. Grétar Einarsson kirkjuhaldari var á línunni. Og því næst settum við okkur í samband við Einar Ásgeir Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum.

Meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra var til umfjöllunar á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var gestur fundarins. Helstu atriði sem farið var yfir er hvort trúnaði hafi verið heitið þegar beiðni um fund barst fyrst. Það símtal ku hafa farið til Umbru En hvað er Umbra ? Viktor Jens Vigfússon framkvæmdagstjóri Umbru var á línunni.

Trump hefur undanfarið reynt stilla til friðar á milli Rússlands og Úkraínu en hefur Bandaríkjaforseti hefur sakað Úkraínumenn um standa í vegi fyrir friði með því verða ekki við kröfum Rússa. Við fengum Val Gunnarsson sagnfræðing og sérfræðing í málefnum Úkraínu og Rússlands til fara yfir stöðuna með okkur á mannamáli.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,