Síðdegisútvarpið

Sundabraut, jeppar á Íslandi og fæðubótarefnið Unbroken

Við byrjuðum á þessu á Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Samhjálpar, út árlegu kótilettukvöld.

Á föstudaginn verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu sýningin Íbúð 10B í leikstjórn Baltasars Kormáks en verkið er skrifað af Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi. Verkið er stjörnum prýtt og tveir leikarar úr sýningunni komu til okkar þau Unnur Ösp og Unnsteinn Manúel.

Gunnar Bender er þekktur áhugamaður um veiði ýmsu tagi, hann er ristjóri Sportveiðiblaðsins og hann tók saman veiðisumarið og það sem framundan í sportveiði hér á landi.

Við héldum áfram umfjöllun okkar um Sundabraut. Á mánudaginn kom til okkar Lilja Sigrún Jónsdóttir formaður íbúasamtaka Laugardals, en samtökin hafa lýst áhyggjum sínum af fyrirhuguðum framkvæmdum og telja Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um brú væri fýsilegri kostur en göng. Í dag kom til okkar Guðmundur Valur Guðmundsson - verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni.

Fæðubótaefnið Unbroken hefur verið slá í gegn undanförnu, bæði hjá íþróttafólki og þeim sem vilja stuðla betri líkamlegri líðan. En hvað er þetta og úr hverju er þetta unnið? Við fengum söguna á bakvið Unbroken frá Steinari Kristjánssyni tofnanda og einn eiganda fyrirtækisins.

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar en þar bregður Örn Sigurðsson lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla í íslenskri samgöngusögu í máli og myndum. Örn kom til okkar og sagði okkur frá þessari miklu byltingu þegar þúsundir Willys jeppa streymdu inn í landið.

Frumflutt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,