Síðdegisútvarpið

Óveður og eldingar, Kapteinn frábær, Rokfóbía og G Vítamín

Óhætt er segja Stöðvafjörður hafi farið hrikalega illa út úr óveðrinu sem ekki er enn yfirstaðið fyrir austan. Tjónið er mikið og enn langt í land með meta það þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það. Fimm til sex slökkviliðsmenn bæjarins hafa staðið í ströngu við sinna því sem upp kemur en ekki hefur tekist senda aðstoð þar sem allir vegir eru lokaðir. Margeir Margeirsson varðstjóri slökkviliðsins á Stöðvafirði var á línunni.

Landsnet sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag sem hljómar einfaldlega svona : Eldingahætta í dag Þetta er vegna kuldaskila seinni lægðarinnar sem gengur yfir landið og við fræddumst um þetta hjá Steinunni Þorsteinsdóttur uppslýsingafulltrúa Landsnets.

Grímur Atla kemur í heimsókn til minna okkur á G-vítamínin. Átakið er hálfnað og ekki veitir af rifja upp virkni G-vítamínana.

Hinn fjölhæfi Ævar Þór Benediktsson frumsýnir einleikinn Kafteinn Frábær eftir Alistair McDowall í Tjarnarbíó í næstu viku. Verkið er einleikur um föðurhlutverkið, karlmennsku, einmanaleika, sorg, missi og (auðvitað) ofurhetjur. Kafteinn frábær kom í heimsókn.

Rafleiðsla verður haldin öðru sinni í vélarsal gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárstöð í Elliðaárdal um helgina. Rafleiðsla er hljóðbað sem gengur út á samtal í gegnum djúpa hlustun, stillta hugleiðslu og er dans á milli fyrirfram samdra tónsmíða og spuna. Benedikt Reynisson og Þórður Bjarki Arnarson meðlimir hljómsveitarinnar Osmé, sem spiluðu stanlaust í 12 klukkutíma á Stöðvafirði sögðu okkur nánar frá.

Sumir eru lofthræddir, flughræddir, hræddir við köngulær... Ég er svakalega hrædd við ROK. Þetta skrifaði fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Sirrý Arnardóttir á vegginn sinn fyrr í dag. En er það virkilega svo rokfóbía til ? við komumst því í þættinum og heyrum í Sirrý,.

En við byrjum á Almannavörunum - samskiptastjórinn Hjördís Guðmundsdóttir er á línunni

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,