Síðdegisútvarpið

Fósturforeldrar Oscars Florez,Trump og Harvard,Eliza Reid og K.Óla tekur lagið

Aðstandendur Oscars Florez ásamt samtökunum No Borders stóðu fyrir mótmælum fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Þess var krafist Oscari verði veitt dvalarleyfi hér á landi en til stendur vísa honum úr landi. Hjón í Hafnarfirði Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir vilja taka sér hinn sextán ára gamla Oscar og þau komu til okkar.

Harvard-háskóli hefur lagt fram kæru gegn stjórn Bandaríkjanna vegna ákvörðunar Donalds Trumps forseta um frysta fjárveitingar til skólans. Forsetinn og háskólinn hafa eldað grátt silfur saman undanförnu eftir háskólinn neitaði fara kröfum Trumps um víðtækar breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuferli skólans. Í nýjum pistli sem birtist á Eyjunni um Páskan kemur Sigmundur Ernir þingmaður meðal annars inn á þetta. Þar sem hann talar um Akademískt frelsi baki. Tjáningarfrelsi sömuleiðis. Og vegið samfélagi fjölmiðla og háskóla sem aldrei fyrr. Við ræddum við Sigmund Erni Rúnarsson.

Við hringdum stuttlega í Elizu Reid á en í kvöld er höfundakvöld á vegum Iceland Writers Retreat í Norræna húsinu. Elíza sagði okkur betur frá því.

Tónlistarkonan K.Óla eða Katrín Helga Ólafsdóttir kom til okkar og tók lagið í beinni.

Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfuðborgasvæðinu ræddi við okkur um nagladekkjanotkun.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,