Síðdegisútvarpið

Jarðhræringar, Kuldi og borgarpólitíkin

Við byrjuðum á eldgosinu en til okkar kom Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.

Við heyrðum einnig í Benedikt Halldórsyni fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands um þrenna jarðskjálfta sem fundust víða laust fyrir kl. 17.00.

Við tókum stöðuna á borgarpólitíkinni en í dag er borgarstjórnarfundur og við heyrðum í borgarfulltrúunum Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur hjá Viðreisn og Hildi Björnsdóttur hjá Sjálfstæðisflokki.

Við fengum tæknitröllið okkar Árna Matt í heimsókn og ræddum við hann um gögnin okkar í símanum og hvar best geyma þau.

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Erlingur Thoroddsen leikstjóri komu til okkar í kaffispjall og við ræddum sjónvarpsþáttaröðina Kulda sem sýnd verður í sjónvarpinu um páskana.

1. apríl er í dag og eitt þeirra fyrirtækja sem var bjóða upp á heldur óhefðbundna þjónustu í dag er Hagkaup í Skeifunni. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups var á línunni hjá okkur.

Kveikur er á dagskrá sjónvarps í kvöld og þar á taka fyrir öryggis og varnarmál. Við fengum Gunnhildi Kjerúlf og Ingólf Bjarna Sigfússon til segja okkur frá þætti kvöldsins.

Það voru Gunna Dís og Siggi Gunnars sem höfðu umsjón með þætti dagsins.

Frumflutt

1. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,