Mariia Alekhina, íslenskur ríkisborgari og liðskona hljómsveitarinnar Pussy Riot, hefur verið dæmd til 13 ára fangelsisvistar í Rússlandi. Árni Matthíasson kom til okkar og fræddi okkur meira um þetta mál.
Nú er í gangi Gulur september og landssamtökin Geðhjálp eru að legga af stað í ferðalag um landið með Geðlestina en þar er boðið upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar hann komí Síðdegisútvarpið.
Elvar Geir Magnússon og Mate Dalmay blaðamenn á Fotbolta.net mættu í hús og ræddu stöðuna hjá gamla bolta risanum Manchester United en þeir töpuðu enn einum leiknum í gær og enn aftur er talað um að reka þjálfarann
Leikrtitið um sterkustu stelpu í heimi Línu Langsokk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sl. laugardag. Þær komu til okkar Birta Sólveig Söring Þórarinsdóttir sem leikur Línu og leikstjórinn Agnes Wild og sögðu okkur frá.
Allar sætu stelpurnar er nýtt lag með hljómsveitinni Dr. Gunna, sem kemur út í dag. Lagið er á væntanlegri plötu Dr. Gunna, Botnlaus bröns og búbblur, sem kemur út þriðjudaginn 7. Október á 60. afmælisdegi Dr. Gunna. Platan, sem er fjögurra laga tíu tommu EP verður einungis gefin út í 60 eintökum. Sama dag verða útgáfutónleikar/afmælisveisla í Catalínu í Hamraborg, Kópavogi. Veislan hefst kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Dr. Gunni kom í Síðdegisútvarpið.
Stephen Luscombe annar liðsmanna dúósins Blancmange lést um helgina.
Blancmange áttu sín bestu ár snemma í áttunni, fullt af smellum og nokkuð stórann stuðningshóp. Þórður Helgi tók eitt sinn viðtal við kauða, við heyrðum það í þættinum.