Síðdegisútvarpið

Baldur Þórhallsson um kosningarnar í USA og upphitun fyrir landsleikinn í handbolta

Við heyrðum í Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðiprófessor sem staddur er í Washington DC og ræddum við hann um kjör Trumps og spurðum hvað úrslit kosninganna þýða fyrir Bandríkin og heimsbyggðina alla.

Við opnuðum líka fyrir símann spurðum hlustendur hvernig þeim lítist á úrslit bandarísku forsetakosninganna og hvort það leggist vel í fólk Trump verði forseti næstu fjögur árin.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst á morgun, en hátíðin í ár er 25. í röðinni. Þó tónleikahaldið hefjist ekki fyrr en á morgun er hátíðin í raun hafin, með svokallaðri bransaveislu þar sem íslenska tónlistarsamfélaginu gefst tækifæri til tengjast alþjóðlegum fagaðilum úr tónlistariðnaðinum. Við fengum til okkar Árna Hjörvar Árnason frá Tónlistarmiðstöð Íslands sem sagði okkur af þessari veislu sem hann þekkir inn og út, bæði sem starfsmaður og líka frá hinni hliðinni, sem tónlistarmaður.

Allir með er verkefni íþróttahreyfingarinnar sem gengur út á fjölga tækifærum í íþróttum fyrir grunnskólabörn með fötlun. um helgina er hátíð í Laugardalshöllinni þessu tengt, en til segja okkur betur frá verkefninu og hátíðinni á laugardaginn kom til okkar Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri.

Á miðvikudögum mætir Atli Fannar Bjarkason til okkar með MEME vikunnar og þessu sinni hélt hann áfram skoða stjórnmálaflokkana á samfélagsmiðlum.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur tvo leiki á næstu dögum í undankeppni Evrópumótsins 2026. Fyrri leikurinn er í kvöld gegn Bosníu og til okkar kom Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV2.

Frumflutt

6. nóv. 2024

Aðgengilegt til

6. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,