Síðdegisútvarpið

Haraldur Gísla í verkfallsvörslu, Brandy í Texas og Hallgrímur um Zelensky

Verkföll eru hafin í níu skólum víða um land, þar af í fjórum leikskólum. Einn þeirra er Ársalir á Sauðárkróki og þurftu kennarar þar standa verkfallsvörslu þar sem sveitarfélagið hugðist halda leikskólanum opnum. Við heyrðum í Haraldi F. Gíslasyni formanni Félags leikskólakennara en hann er einn þeirra sem stóð verkfallsvörslu fyrir norðan.

þegar vika er í forsetakosningar í Bandaríkjunum stendur kosningabaráttan algjörlega á jöfnu og úrslitin eiga eftir ráðast af því hvorum frambjóðandanum tekst betur sína kjósendur til mæta á kjörstað sögn Silju Báru Ómarsdóttur prófessors í stjórnmálafræði. Silja Bára ræddi stöðuna á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Við hringdum vestur nánar tiltekið til Texas og heyrðum í Guðbrandi Brandssyni sem þar er búsettur og spurðum hann útí spennuna ytra sem farin er magnast.

Reykjavíkurflugvöllur er enn einu sinni kominn í umræðuna en fjallað er um það í Morgunblaðinu í dag Isa­via und­irr­búi um­sókn til Sam­göngu­stofu um færslu girðing­ar við flugvöllinn vegna fyr­ir­hugaðrar íbúðabyggðar í Skerjaf­irði en þessi vinna var sett af stað vegna til­mæla Svandís­ar Svavars­dótt­ur þáver­andi innviðaráðherra. er kominn undirskriftalisti á Is­land.is þar sem skorað er á innviðaráðherra aft­ur­kalla til­mæli Svandís­ar til Isa­via um færa girðinguna en í áskoruninni kemur fram þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir. Við heyrðum í Matthíasi Arngrímssyni nefndarmanni öryggisnefndar félags íslenskra atvinnuflugmanna í þættinum og spurðum hann útí málið.

Kristín Sigurðardóttir og Gunnhildur Kjerúlf Birgisdótti koma til okkar á eftir og segja okkur frá því sem tekið verður fyrir í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld.

Norðurlandaráðsþing var formlega sett klukkan korter yfir tvö í dag. Þar fluttu Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, opnunarávörp. Gert er ráð fyrir þingfundur Norðurlandaráðst standi til klukkan fimm í dag. Zelensky forseti Úkraínu heimsótti Bessastaði í morgun og flutti ávarp í Alþingishúsinu skömmu fyrir hádegi. Hallgrímur Indriðason fréttamaður hefur fylgt Zelensky í dag og hann var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

29. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,