Síðdegisútvarpið

Verkföll í skólum framundan, ný mynd um Höllu Har myndlistarkonu og Norðurlandaráðsþing

Kennarasambandið býr sig undir verkföll geti hafist í níu skólum í fyrramálið. Samninganefndir héldu til fundar í morgun en segja samkomulag ekki í sjónmáli. Við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands og spurðum hann út í stöðuna.

þegar styttist í kosningar til Alþingis vill Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna frambjóðendur setji málefni landbúnaðarins á oddinn og þá sérstaklega með tilliti til matvælaöryggis. Við ræddum þessi mál við Margréti og spurðum hana hvers vegna henni finnist þetta eigi vera eitt af aðalkosningamálum flokkanna.

Fyrir helgi kom til okkar Sigmar Guðmundsson þingmaður og sagði okkur frá sorlegum örlögum tveggja bræðra sem létust báðir úr fíknisjúkdómi með tólf klukkustunda millibili í ágúst á þessu ári. Sigmar talaði um vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms væri meinsemd í okkar samfélagi og við yrðum gera betur. Við ætlum halda áfram fjalla um skelfilegar afleiðingar fíknisjúkdómsins í dag en Sæmundur Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt misstu son sinn Magnús Andra úr sjúkdómnum í febrúar í fyrra og þau komu til okkar og sögðu okkur sögu sína og Magnúsar Andra.

Glódís Perla Viggósdóttir er ein 30 sem tilnefnd er til virtustu verðlauna heimsfótboltans Ballon d'or en vrðlaunin verða afhent í 68. sinn í París í kvöld. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kom til okkar.

Halla Haraldsdóttir eða Halla Har var gler- og myndlistarkona sem bjó og starfaði á Íslandi. Í nýrri mynd eftir Láru Ómarsdóttur segir Halla sjálf frá ævistarfi sínu og lífi og baráttu við fordómafullt samfélag og hvernig hún tókst á við það mótlæti sem hún varð fyrir. Lára kom í Síðdegisútvarpið.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er gestur Norðurlandaráðsþings sem hefst í dag. Hann lenti í Keflavík á öðrum tímanum í dag og Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

28. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,