Síðdegisútvarpið

Björn Ingi fer yfir hið pólitíska svið,hrekkjavökur á Storytel og Andrea Evrópumeistari

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans kom til okkar og við kíktum aðeins yfir pólitíska svið en eins og alþjóð veit hefur verið boðað til kosninga þann 30.nóvember næstkomandi og það gerðist eitt og annað um helgina.

Rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson gáfu nýlega út Hrekkjavökur á Storytel, sem er safn hrollvekjusagna fyrir börn. Þau komu og sögðu okkur nánar frá samansafninu og við spurðum hvort þetta virkilega það sem börnin okkar þurfa á halda á þessum síðustu og verstu.

Frá og með deginum í dag verður í boði sækja skilríki í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þau komu til okkar Gunnar Lárus Hjálmarsson frá Þjóðskrá og Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Þjóðskrár og ræddu þessa nýjung við okkur.

Þegar talað er um helstu útfluttningsvörur Íslands er ofast minnst á fisk, tónlist og hugvit. En í fullkomnum heimi væri það auðvitað íslenska glíman. Fyrir stuttu fór hópur íslenskra glímuiðkenda til Maryland í Bandaríkjunum til kynna þessa ómótstæðilegu íþróttagrein. Í för voru meðal annara glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir og glímukóngurinn Þórður Páll Ólafsson, kóngurinn sjálfur sagði okkur nánar frá þessu ferðalagi.

En við byrjuðum á nýkrýndum Evrópumeisturum í hópfimleikum. Á línunni hjá okkur var Andrea Sif Pétursdóttir fyrirliði íslenska kvennaliðsins sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Bakú á laugardaginn.

Frumflutt

21. okt. 2024

Aðgengilegt til

21. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,