Síðdegisútvarpið

Staða kennara, gervigreindin á heilsugæsluna og saga um Berlín

Það er mikið fjallað um málefni kennara þessa dagana. Í morgun kom fram boðuð verkföll kennara eru ekki ólögmæt mati Félagsdóms og verkföll hefjast í 11 skólum í næstu viku hafi samningar ekki náðst. Í nýrri út­tekt Viðskiptaráðs kemur fram íslenska grunn­skóla­kerfið er dýrt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, kennslu­skylda er lít­il og fjöldi nem­enda á hvern kenn­ara er með því minnsta sem þekk­ist. Veik­inda­hlut­fall kenn­ara er auk þess mun hærra en hjá einka­geir­an­um og hinu op­in­bera al­mennt. Í öllu þessu standa kjaraviðræður yfir og við ræddum við Magnús Þór Jónsson formann kennarasambands Íslands.

gervi­greind­ar­tækni gæti veru­lega dregið úr pappírsvinnu hjá heimilislæknum. Heilsu­gæsla miðbæj­ar­ins hef­ur þegar tekið mállík­an í notk­un sem skrif­ar svör við spurn­ing­um sjúk­linga inni á Heilsu­veru. Þetta hlýtur teljast til byltinga sérstaklega með tilliti til þess álags sem er á heilsugæslunni líkt og við fjölluðum um hér í gær. Steindór Ellertsson sér­náms­lækn­ir í heim­il­is­lækn­ing­um kom til okkar og sagði okkur frá.

Meme vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni er á sínum stað. Hann eins og flestir aðrir eru velta fyrir sér fyrirhuguðum kostningum. Hvernig? Því var svarað í þættinum

Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson var gefa út bókina Berlinarbjarmar, langaamma, David Bowie og ég. Í bókinni er fjallað um hina margslungnu Berlín frá mörgum hliðum. Hann kom í Síðdegisútvarpið

Nýlega kom upp e.coli smit í leikskóla, tíðindi sem slógu okkur flest. En hvernig forðumst við upp komi e.coli á heimilum okkar? Haraldur Sæmundsson framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans svaraði því

Frumflutt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

23. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,